fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: 36 ára árangurslaus barátta Tyrklands fyrir að komast í ESB – 9 önnur lönd í biðröðinni

Eyjan
Sunnudaginn 16. júlí 2023 18:31

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það regluverk, sem frá ESB kemur, gengur aðallega út á það að tryggja:

  • Lýðræðislegar leikreglur í þjóðfélaginu og réttaröryggi.
  • Harða viðspyrnu við klíkuskap og spillingu.
  • Jafnræði milli þjóðfélagshópa.
  • Sérstaka vernd minnihlutahópa.
  • Neytendavernd og matvælaöryggi.
  • Heilsuvernd.
  • Hvers konar velferð og öryggi manna – heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað.
  • Dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
  • Réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum.
  • Eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta í sínu rekstrarlandi.

Í þessu regluverki eru sem sé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft eftir.

Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega m.a. af ótta við regluverkið gegn sérhagsmunabrölti, klíkuskap og spillingu, enda liggur ekki fyrir, að Ísland kæmist inn að óbreyttu.

Norðmenn, sem hafa verið tvístígandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á aðildarumsókn.

Í ESB eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, en þá hét bandalagið enn EEC (European Economic Community), en því var breytt 1993 í EU (European Union).

Tyrkland hefur því í 36 ár verið að reyna – með flestum eða öllum ráðum – nú síðast með kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO – auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans – að komast inn í sambandið til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið býður upp á.

Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu.

Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, sum þeirra líka í meira en áratug. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, sem ég listaði upp hér í byrjun, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum alls ekki 1, 2 og 3.

Ríkin 9, sem eru í biðröðinni og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína.

Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðugleika hans, skuli Ísland – valdaelítan hér – ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið.

Ekki er annað að sjá en að ýmsir valdamenn hér nánast stirðni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, sem vænta má skv. skoðanakönnunum, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru án fyrirfram skuldbindinga.

ESB kaun fjölmargra valdamanna hér virðast mörg, en fremst í röðinni stendur væntanlega, að það spillingar- og klíkuveldi, sem íslenzka krónan leyfir, myndi falla. Næst kæmi sennilega óttinn við grjóthörð ákvæði gegn sérhagsmunagæzlu, siðleysi og spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi