fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Brynjar Níelsson skrifar: NATO og vinstrið

Eyjan
Föstudaginn 14. júlí 2023 15:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem eru komnir um miðjan aldur muna eftir löngum göngutúrum sósíalista á Keflavíkurveginum til að mótmæla veru okkar í NATO og hernum á Miðnesheiðinni. Upp úr miðri síðustu öld skiptust sósíalistar í mismunandi hópa eftir því hvaða einræðisherra í kommúnistaríkjunum var í mestum metum hjá þeim. Þarna voru því Lenínistar, Stalínistar, Maóistar, Trotskíistar og sumir sáu framtíðina í Enver Hoxha í Albaníu. Þessir ágætu menn gengu sig upp að hnjám á hverju ári með mjög sérkennilegan friðarboðskap í farteskinu. Töldu sig jafnvel vera í frelsisbaráttu og lofsungu þessa miklu leiðtoga og gjarnan með mynd af fjöldamorðingjanum Che Guevara á borða.

Margir halda kannski í dag að þetta hugsjónafólk hafi tilheyrt stritandi alþýðunni sem barðist fyrir bættum kjörum en svo var ekki. Upp til hópa voru þetta menn úr mennta, lista og menningarelítunni og ekki verður séð að það hafi orðið miklar breytingar þar á. Venjulegt fólk stóð í basli alla daga við að koma sér upp húsnæði, stofna fjölskyldu og hafa í sig og á vissi að eignarrétturinn og atvinnufrelsið væri forsenda velferðar. Nútímamaðurinn hlýtur að spyrja sig hvernig hægt var að trúa á þessa hugmyndafræði horfandi á hörmungar almennings í öllum þessum sósíalísku ríkjum á sama tíma. Að neita að horfast í augu við veruleikann áratugum saman er talsvert afrek, ekki síst fyrir vel menntað og langskólagengið fólk.

Þrátt fyrir að sósíalistar hafi deilt lengi innbyrðis um hvaða afbrigði sósíalismans væri best og hvaða leiðtogi mestur voru þeir sammála um að kollvarpa þyrfti hinu frjálsa vestræna lýðræðisríki, með blóðugri byltingu ef nauðsyn krefði. Því var það merkilegt að þessir sömu menn stofnuðu hver friðarsamtökin á fætur öðru. Hver man ekki eftir Menningar-og friðarsamtökum kvenna, sem botnfreðnir Stalínistar stofnuðu, og samtökum herstöðvaandstæðinga? Það voru stofnuð óteljandi friðarsamtök vinstri manna á þessum árum og ekki verður séð að það hafi dregið mikið úr þeim ákafa. Andstaða sósíalista við NATO byggðist ekki á ást á friði enda hefur þeim alltaf liðið best þar sem ófriður er mestur. Andstaðan byggðist á því að varnarbandalagið stóð í vegi fyrir hinni sósíalísku byltingu á vesturlöndum.

Eftir hrun alræðisríkja sósíalismans og ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur dregið úr andstöðu vinstri manna við NATO enda flestir hættir að boða byltinguna. Jafnvel sést á samfélagsmiðlum að gamlir herstöðvaandstæðingar lýsa sig hlynnta aðild að NATO þótt skynja megi að það sé gert með óbragð í munni. En það er enginn skortur á naivistum í hópi vinstri manna sem trúa því að hægt sé að vera hlutlaus og varnarlaus og öskra út í tómið að þeir séu friðarsinnar. Það má færa góð rök fyrir því að efla þurfi sögukennslu í skólum landsins.

Öllum má vera ljóst að NATO er mikilvægt varnarbandalag frjálsra lýðræðisríkja. Þau þurfa að standa saman því við lifum á viðsjárverðum tímum og höfum gert lengi. Ekkert er fullkomið, ekki einu sinni lýðræðið og NATO, en verjum frelsið gegn hugmyndafræði alræðis hverju nafni sem hún nefnist. Við þurfum sjálf líka að berjast fyrir frelsinu á eigin heimavelli því það truflar margan vinstri manninn enn þá, einkum þegar kemur að eignarréttinum og atvinnu- og tjáningarfrelsinu. NATO getur ekki hjálpað okkur þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn