fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Langlífi með löngu dauðastríði

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 06:00

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum lagðist dauðastríð hvala eins og ósprunginn sprengiskutull á borð ríkisstjórnarinnar.

Engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur orðið jafn langlíf. Hitt ætlar líka að verða raunin að dauðastríð hennar verði lengra en annarra.

Segja má að dauðastríðið hafi byrjað fyrir ári þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra og varaformaður VG boðaði að næst væri æskilegt að velja aðra flokka til samstarfs.

Þverstæða

Tæpu ári síðar staðhæfir formaður þingflokks sjálfstæðismanna á forsíðu Morgunblaðsins að matvælaráðherra ógni stjórnarsamstarfinu.

Forsætisráðherra segir hins vegar í sjónvarpsfréttum að ríkisstjórnin standi traustum fótum.

Getur hvort tveggja verið rétt?

Flest bendir til að svo sé. Það virðist þversagnarkennt. En reynslan sýnir að yfirgnæfandi líkur eru á að þingmenn sjálfstæðismanna láti duga að hneykslast.

Stjórnin er sterk í þeim skilningi að núverandi formenn VG og Sjálfstæðisflokks sjá sjálfir ekki aðra betri kosti til samstarfs.

Ólíkir mælikvarðar

Forsætisráðherra mælir styrkleika stjórnarinnar iðulega í lengd samstarfsins. Það er alveg gildur mælikvarði, sem kjósendur kunna oft að meta.

Reynslan sýnir þó að kjósendur horfa einnig á aðra mælikvarða þegar á hólminn er komið. Segja má að því lengri sem stjórnarsetan er geri kjósendur meiri kröfur um skýra stefnu og efnislegan árangur.

Það er þessi vandi sem Jón Gunnarsson fyrrum ráðherra benti á þegar hann sagði á dögunum að stjórnarsamstarfið gengi ekki upp málefnalega.

Jafnvægi í samstarfinu

Í sex ár hefur verið ágætt jafnvægi í því hvernig flokkarnir hafa brugðið fæti hvor fyrir annan.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks skutu til að mynda í kaf eitt helsta stjórnarsáttmálaverkefni VG um hálendisþjóðgarð. Þeir niðurlægðu svo forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu eftir fjögurra ára mjög vandaða undirbúningsvinnu á nýjum grunni.

Tilgangur matvælaráðherra með fyrirvaralausu hvalveiðibanni virðist fyrst og fremst vera sá að stíga á tær þingmanna Sjálfstæðisflokks og kalla fram sár sársaukaviðbrögð þeirra.

Ráðherra hefur einfaldlega talið það nauðsynlegt til að jafna metin. Það auðveldar grasrót VG að verja málefnasnautt samstarf.

Hneykslast á sjálfum sér

Hefði tilgangurinn bara verið sá að stöðva hvalveiðar hefði ráðherra einfaldlega haft lagalega vaðið fyrir neðan sig.

Matvælaráðherra tók ákvörðunina um hvalveiðibannið samkvæmt því pólitíska umboði, sem hún hefur frá þingmönnum sjálfstæðismanna og Framsóknar.

þeir sem hæst tala og mest láta munu ekki afturkalla það umboð og bera því pólitíska ábyrgð á málsmeðferðinni með ráðherranum fram til kosninga. Þegar þeir hneykslast eru þeir að hneykslast á sjálfum sér.

Áhætta og von

Ríkisstjórnin mun því lifa næstu tvö ár. En það pólitíska líf verður langdregið dauðastríð.

Íslandsbankamál og Lindarhvolsmál eru svo í rannsóknarferlum, sem munu hanga yfir málefnalega dánarbeðinum, sem Jón Gunnarsson lýsti svo skilmerkilega.

Dauðastríð vinstri stjórnarinnar eftir Hrun stóð í full tvö ár. Sú langa pína var ekki talin þáverandi stjórnarflokkum til tekna í kosningum.

Það er áhætta, sem formenn núverandi stjórnarflokka þekkja vel. Þeir setja því allt traust á að Samfylkingu fatist flugið án þess að aðrir stjórnarandstöðuflokkar hagnist á því.

Það er þó hvorki sýnd veiði né gefin.

Vinstri flokkarnir hafa undirtökin

Fylgið liggur þannig í könnunum að hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ekki möguleg eins og 2013.

Íhaldssama miðjan í Framsókn og frjálslynda miðjan í Viðreisn þurfa ríflega fimm prósenta uppsveiflu til að komast í þá lykilstöðu að hafa afgerandi áhrif við stjórnarmyndun.

Samfylkingin hefur yddað gamlan kjarna í hugmyndafræði jafnaðarmanna, sem svipar til málflutnings VG fyrir kosningar 2017. Á þeim grunni hefur Samfylkingu vaxið svo fiskur um hrygg að hún gæti nú myndað hreina meirihlutastjórn vinstri flokka með VG, Pírötum og annað hvort Sósíalistum eða Flokki fólksins.

Hreinn vinstri meirihluti hefur aðeins einu sinni komið upp úr kjörkössunum á lýðveldistímanum. Það var eftir Hrun.

Eins og sakir standa hafa vinstri flokkarnir undirtökin. Málefnalega kreppan í stjórnarsamstarfinu á örugglega sinn þátt í því. Það er þó ekki endilega rökrétt afleiðing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki