fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kári Stefáns mótmælir með strandveiðimönnum á Austurvelli

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 14:20

Kári Stefánsson flytur ávarp á fyrirhuguðum mótmælum strandveiðimanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandveiðisjómenn munu laugardaginn 15. júlí mótmæla ótímabærri stöðvun strandveiða. Í tilkynningu frá Strandveiðifélagi Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum, kemur fram að dagskrá hefjist við Hörpu klukkan tólf á hádegi, þaðan sem sjómenn munu ganga fylktu liði niður á Austurvöll. Þar mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK mun flytja nokkur lög. Loks mun Kristján Torfi og tillukarlakórinn stíga á stokk.

Strandveiðar voru stöðvaðar þann 11. júlí síðastliðinn þrátt fyrir að veiðarnar eigi að standa yfir í fjóra mánuði; í maí, júní, júlí og ágúst. Um er að ræða fjórða árið í röð þar sem veiðitímabilið er skert og annað árið í röð þar sem stöðvunin fer fram í júlímánuði. Það er mat félagsins að það starfsumhverfi sem strandveiðimönnum er búið sé óboðlegt.

Að mati félagsins sé stöðvunin reiðaslag fyrir strandveiðisjómenn, fjölskyldur þeirra og brothættar byggðir hringinn í kring um landið. Strandveiðifélag Íslands er þeirrar skoðunar að ekki sé lengur hægt að taka stöðvun veiðanna þegjandi og hljóðalaust, enda er um að ræða umhverfisvænustu fiskveiðar sem stundaðar eru við Íslandsstrendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt