Baráttan við verðbólguna er stóra verkefnið, segir Sigríður Margrét Oddsdóttir í hlaðvarpspjalli við Ólaf Arnarson í Markaðnum á Eyjunni.
„Það blasir við að ef við ætlum að finna leiðir til þess að ná niður verðbólgunni þá þurfum við að hugsa til lengri tíma og við þurfum að finna þessa sameiginlegu sýn,“ segir Sigríður Margrét.
Hú segir að kjarasamningar séu stóra verkefni SA en að ekki megi missa sjónar af því að þrátt fyrir að um samninga milli aðila vinnumarkaðarins sé að ræða sé verkefnið sameiginlegt. Atvinnurekendur og launþegar séu samherjar í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stóra verkefnið nú sé að snúa niður verðbólguna.
Sigríður Margrét hefur stýrt Lyfju undanfarin ár og segir að með hækkandi meðalaldri breytist ekki hlutfallið milli góðu og slæmu áranna. Þetta setji pressu á heilbrigðiskerfið og valdi útgjaldaaukningu ríkisins til málaflokksins. Þriðjungur dauðsfalla á íslandi sé lífsstílstengdur.
Hér má hlýða á brot úr þættinum