fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Samþykktu að hækka bílastæðagjöld í miðborginni um 40 prósent – Klukkustundin mun kosta 600 krónur

Eyjan
Fimmtudaginn 29. júní 2023 14:27

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti borgarstjórnar hefur samþykkt 40% hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur, það er að segja á gjaldsvæði 1. Auk hækkunar á gjöldum verður  gjaldskyldutími verði lengdur til kl. 21 á virkum dögum og laugardögum á gjaldsvæðum 1 og 2. Að auki verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum 1 og 2.

Núgildandi gjaldskrá oggjaldsvæðis 1 er 430 krónur á klukkustund og gjaldskyldutími er 9-18 á gjaldsvæðum 1 og 2 og 10-16 á laugardögum en sunnudagar verið undanþegnir. Með breytingunni hækkar gjaldskráin í 600 krónur á klukkustund, gjaldskyldutíminn verður frá 9-21 á virkum dögum og 10-21 laugardaga og sunnudaga.

Tillaga meirihlutans var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær, miðvikudag, og send með flýtimeðferð á fund borgarráðs í dag, fimmtudag, þar sem hún var staðfest.

Kjartan Magnússon – Mynd/Facebook

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir hækkunina fáheyrða og í raun ótrúlega.

„Fjörtíu prósent hækkun þjónustugjalda eins og bílastæðagjalda er fáheyrð. Um er að ræða einhverja mestu hækkun á þjónustugjöldum hjá Reykjavíkurborg í marga áratugi eða síðan óðaverðbólga geisaði. Slík hækkun er ótrúleg í ljósi margendurtekinna yfirlýsinga um að nú sé höfuðverkefni stjórnmálanna að lækka verðbólguna. Ljóst er að umrædd hækkun mun ekki stuðla að lækkun verðbólgu heldur hækkun hennar,“ segir Kjartan.

Hann segir að verðhækkunin muni snerta beint  þúsundir íbúa í Vesturbænum, Miðbænum og Austurbænum.

„Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum því til að áður en tillagan yrði tekin til endanlegrar afgreiðslu, yrði hún kynnt fyrir samtökum rekstraraðila í miðborginni og viðkomandi íbúasamtökum og íbúaráðum og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar. Meirihlutinn felldi þá tillögu og hafnaði því þannig að samráð yrði haft við íbúa og aðra hagsmunaaðila í miðborginni um málið,“ segir Kjartan.

Hækkunartillaga meirhlutans

Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar:
• Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.
• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.
• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.
• Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.
• Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.
Annað er óbreytt frá gildandi tilhögun gjaldskyldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á