fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Íslenskufræðingur rýnir í orð bankastjóra og afhjúpar hvað hún sagði í raun og veru -„Annað eins orðasalat hefur sjaldan sést“

Eyjan
Mánudaginn 26. júní 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, er einn af okkar helstu fræðingum þegar kemur að okkar ásthæra ylhýra. Hann ákvað að nýta sér sérfræðikunnáttuna til góðs um helgina þegar hann tók fyrir, á bloggsíðu sinni, ummæli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um þann áfellisdóm sem fjármálaeftirlitið hefur fellt um framgöngu bankans við Íslandsbankasöluna víðfrægu.

Eiríkur segir það athyglisvert að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hafi ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Hún, sem stjórnandi fyrirtækis sem sé að fara að greiða tæpan 1,2 milljarð í sekt vegna lögbrota, hafi þess í stað fullyrt að hún njóti trausts í starfi.

„Ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum.“

Það sem bankastjóri sagði í raun og veru

Eiríkur segir að það sé áhugavert að lesa viðtöl við Birnu sem hún hafi veitt vegna málsins. Þar sé að finna nokkur gullkorn sem Eiríkur gerir nánari grein fyrir og segir að „annað eins orðasalat hefur sjaldan sést“.

Birna hafi sagt að með því að bjóða bankanum sátt hafi fjármálaeftirlitið sýnt stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þurfi. Hún hafi sagt: „Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“

Eiríkur segir að það megi deila um hversu mikil yfirlýsing um traust felist í 1200 milljón króna sekt. Líklega sé bankastjórinn að benda á að þeim hafi verið boðin sátt fremur en að þurfa að leita eftir henni.

Birna hafi eins sagt rétt að viðurkenna að bankinn hafi ekki fylgt reglum um upptökur í símum nægilega vel og hafi átt að innleiða þær með öðrum hætti. Um þetta segir Eiríkur:

„Hér merkir „við höfum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum.“ En hitt hljómar vissulega betur.“

Orðalag til að víkja sér undan ábyrgð

Birna hafi eins tekið fram að símaupptökur geti alls staðar klikkað. Eiríkur bendir á að slíkt orðalag bendi til tæknilegra vandræða eða óviðráðanlegra aðstæðna. Því hafi ekki verið fyrir að fara í Íslandsbankamálinu heldur hafi einfaldlega verið „svikist um að taka símtölin upp“. Orðalag Birnu sé viljandi að reyna að draga úr ábyrgð bankans með því að gefa til kynna að þetta sé ekkert betra hjá öðrum.

Birna hafi einnig talað um að áhættumenning bankans væri þrátt fyrir málið sterk. Sér Eiríkur ekki hvað slík menning hafi með málið að gera. Þetta sé Birna að draga inn til að drepa málinu á dreif.

Hafi bankastjórinn bent á hagsmunaárekstrarmat sem bankinn hefði getað gert sem hefði þá leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt í útboðinu að að viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð. Eiríkur segir að þarna sé Birna beinlínis að segja að bankinn hefði átt að gera þetta, hún hafi þó notað orðið „líklega“ til að draga úr alvöru þessa atriðis.

Birna hafi sagt að síðan málið kom upp hafi verið gerðar breytingar á verklagi og hafi bankinn lært mikið af málinu. Eiríkur segir að þarna sé Birna að segja að bankinn hafi NEYÐST til að fara að lögum og reglum, og lærdómurinn felist í því að næst ætli bankinn ekki að vera staðinn að verki.

Hafi Birna sérstaklega tekið fram að tímafrestur í útboðinu hafi verið knappur, en hún sé þó ekki að víkja sér undan ábyrgð. Eiríkur segir að þrátt fyrir þetta sé Birna að víkja sér undan ábyrgð með því að nefna knappan tímafrest, því annars hefði engin ástæða verið til að nefna hann: „Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna“.

Birna hafi eins talað um misbrest í starfi bankans fremur en að kalla hlutina sínu rétta nafni – að bankinn hafi brotið lög. Hún hafi sagt að bankinn hefði viljað að verkefnið hefði verið gert með öðrum hætti – en þar meini hún að bankinn hefði sennilega ekki átt að brjóta lög. Birna noti eins orðið „mistök“ í staðinn fyrir „lögbrot“.

Birna hafi verið spurð hvort talið væri að starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt gæti vegna þess að reglum var ekki fylt. Birna hafi sagt að slíkt hefði ekki gerst umfram aðra sem tóku þátt í útboðinu.

Eiríkur segir að þetta sé ekkert svar hjá Birnu. Mögulega hafi aðrir þátttakendur hagnast umfram það sem eðlilegt geti talist, en Birna segi í rauninni bara það að starfsmenn hafi ekki grætt meira en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“