Sex sóttu um embætti ríkissáttasemjara sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun júní eftir að Aðalsteinn Leifsson lét af embætti 1. júní.
Ástráður Haraldsson héraðsdómari og Aldís Guðný Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari, eru á meðal umsækjenda.
Umsækjendurnir eru í stafrófsröð:
Hæfni umsækjenda verður metin af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð er á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra mun skipa í embættið til fimm ára.
Ástráður hefur reynslu af starfinu en hann var settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í vetur. Í nærmynd DV á þeim tíma kom meðal annars fram að Ástráður gengur iðulega undir nafninu Stráði meðal vina og kunningja.
Sjá einnig: Nærmynd af Ástráði: Settur ríkissáttasemjari í harðri deilu Eflingar og SA