fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Jón Viðar segir kvenráðherra keppa í valdbeitingu – búinn að eyða færslunni

Eyjan
Miðvikudaginn 21. júní 2023 16:51

Jón Viðar spyr hvað gerist næst í valdbeitingarkeppni kvenráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komin er upp keppni milli kvenráðherranna í ríkisstjórninni um það hver þeirra hafi mestan kjark til að beita ráðherravaldi sínu án þess að spyrja kóng eða prest.

Þetta skrifar Jón Viðar Jónsson í nýrri færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Spegill, spegill, herm þú mér …“ um kl. 16 í dag.

„Fyrst ríður Þórdís Kolbrún á vaðið og slítur stjórnmálasambandi okkar við Rússland og virðist ekki hafa rætt um það við nokkurn mann, amk ekki helstu diplómata þjóðarinnar. Enda eru sérfræðingar og fagmenn í augum íslenskra pólitíkusa bara til þess að setja opinberan stimpil á það sem þeir hafa þegar ákveðið.

Og nú birtist Svandís Svavars og getur allt í einu leyft sér það sem hún þorði ekki fyrir nokkurn mun fyrr i sumar, eins og við öll munum. Hún vísaði þá í lög, og stundi vandræðalega og talaði rósamál, en nú er sem sé allt annað uppi á teningnum þótt enginn hafi frétt af lagabreytingum. Óli Björn og Sigurður Ingi eru að vonum afar óhressir og tala um brot á góðum stjórnsýsluháttum,“ skrifar Jón Viðar.

Hann spyr: „Hvað næst?“

Hann rifjar upp að ekki sé langt síðan Lilja Alfreðsdóttir „sýndi heldur betur klærnar“ með því að skipa þjóðminjavörð á auglýsingar og fékk fordæmingu alls fræðasamfélagsins. Hann minnist þess ekki að Sigurður Ingi hafi haft neitt um þá stjórnsýslu að segja.

Um fimmtán mínútum eftir að færslan birtist hvarf hún og virðist hafa verið eytt. Eyjan náði skjámynd af henni.

Færsla Jóns Viðars sem var eytt skömmu eftir að hún birtist á Facebook í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur