fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Segir formann Sjálfstæðisflokksins hafa vísað Vinstri grænum á dyr – Jón Gunnarsson aftur ráðherra?

Ólafur Arnarson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 16:25

Náttfari veltir fyrir sér hvort Miðflokkurinn komi inn í ríkisstjórn í stað VG og Sigmundur Davíð verði nýr utanríkisráðherra, Jón Gunnarsson gæti komið aftur inn í ríkisstjórn og Bjarni Benediktsson taki við forsætisráðuneytinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson talaði hreint út við fréttamenn á Bessastöðum  við ráðherraskiptin í gær. Hann sagði ríkið ekki lengur ráða við þann kostnað sem ásókn flóttamanna hingað til lands fylgir. Þingið hafi brugðist í því að styðja hugmyndir ráðherra um að koma skikki á málaflokkinn og leggja fram trúverðuga stefnu.

Í nýjum náttfarapistli á Hringbraut  segir Ólafur Arnarson Bjarna hafa gert tvennt. Hann hafi sent Vinstri grænum kaldar kveðjur, „sýndi þeim fingurinn“ eins og vefmiðillinn Mannlíf orðaði það. Jafnvel megi túlka orð Bjarna svo að hann hafi verið að vísa Vinstri grænum á dyr í ríkisstjórnarsamstarfinu. Jafnframt hafi Bjarni verið að þakka Jóni Gunnarssyni vel unnin störf og sýna honum virðingu. Ljóst sé að Bjarna sé óljúft að missa Jón úr ríkisstjórn.

Ólafur bendir á að innan Sjálfstæðisflokksins sé öflugur hópur sem sé mjög ósáttur við þá breytingu sem varð á ríkisstjórninni þegar Jón vék fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Þá svíði flokksmönnum að horfa upp á að Sjálfstæðisflokkurinn haldi formanni sósíalista í embætti forsætisráðherra þegar flokkur ráðherrans sé rúinn trausti og fylgi og kominn niður í 5,6 prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Ólafur bendir á þann möguleika að Vinstri græn hverfi nú út úr ríkisstjórn og Miðflokkurinn komi í þeirra stað. Sú ríkisstjórn hefði 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihluti, en sá meirihluti ætti að halda að mati hans.

Ólafur gerir því skóna að í slíkri ríkisstjórn myndi Bjarni Benediktsson setjast í forsætisráðuneytið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verða utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir færi þá í fjármálaráðuneytið og Jón Gunnarsson gæti komið á ný inn í stjórnina sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (matvælaráðherra) og Brynjar Níelsson yrði áfram aðstoðarmaður hans.

Pistil náttfara má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG