fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Almar missir af rúmlega 175.000 krónum á mánuði

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 11:15

Almar Guðmundsson hefur ágæt laun í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að bæjarstjórinn, Almar Guðmundsson, fengi 2,5 prósent launahækkun frá og með 1. júní 2023. Þetta er minni launahækkun en Almari bar samkvæmt ráðningarsamningi frá 7. júní 2022. Samkvæmt samningnum áttu laun Almars að taka breytingum í júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Áttu breytingarnar á launum Almars að miða við launavísitöluna eins og hún stóð í júní 2022.

Nýjasta mæling á launavísitölunni, á vef Hagstofunnar, er frá apríl á þessu ári. Frá því í júní 2022 og fram að apríl hækkaði launavísitalan um 9 prósent og því ljóst að Almar fer á mis við meginþorra þeirrar hækkunar sem hann átti rétt á.

Þegar Almar var ráðinn bæjarstjóri í júní 2022 ákvað bæjarráð að heildarlaun hans í upphafi yrðu tæplega 2.7 milljónir króna á mánuði.

Sjá einnig: Laun nýs bæjarstjóra Garðabæjar vekja reiði

Ráðningarsamningurinn við Almar var umdeildur í bæjarráði og þótti fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn laun hans vera of há. Sara Dögg Svanhildardóttir fulltrúi Viðreisnar lét bóka í fundargerð ráðsins meðal annars:

„Laun bæjarstjóra Garðabæjar eru í engu samræmi við almenna launaþróun í landinu og með engu móti hægt að styðja við þau launakjör sem hér um ræðir sé tekið mið af umfangi sveitarfélagsins Garðabæjar.“

Miðað við þessar breytingar á launahækkun Almars ættu mánaðarlaun hans, eftir þessa minnkun bæjarráðs á þeirri launahækkun sem hann átti rétt á samkvæmt ráðningarsamningi, að hækka um tæplega 68.000 krónur. Sé miðað við launavísitöluna eins og hún var í apríl á þessu ári hefðu mánaðarlaun hans hins vegar átt að hækka um rúmlega 243.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á