fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Fer Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórninni – eða Áslaug Arna?

Eyjan
Sunnudaginn 18. júní 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi vinstri grænna hefur helmingast á kjörtímabilinu og það er ástæða til að ráðherrum flokksins fækki í ríkisstjórninni, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum náttfarapistli á Hringbraut.

Á morgun verður ríkisráðsfundur og gert er ráð fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn í ríkisstjórnina fyrir Jón Gunnarsson.

Ólafur Arnarson spilar því út að ekki sé sjálfsagt að breytingin á ríkisstjórninni verði sú einfalda breyting að Guðrún komi inn í dómsmálaráðuneytið fyrir Jón. Fylgi VG hafi helmingast á kjörtímabilinu, sé í frjálsu falli, og nú sé einungis 1,87 prósent fylgi á bak við hvern ráðherra þess flokks. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi sé það fylgistap lítið miðað við VG og því sé eðlilegt að vægi flokksins við ríkisstjórnarborðið sé aukið á kostnað VG.

Ólafur bendir á að Guðrún Hafsteinsdóttir hafi mikla reynslu af vinnumarkaði eftir setu sem formaður Samtaka iðnaðarins og í stjórn Samtaka atvinnulífsins, auk þess sem hún hafi gegnt stjórnunarstöðu í iðnfyrirtæki í 25 ár. Mögulega verði Guðmundir Ingi Guðbrandsson, vinnumálaráðherra látinn víkja úr stjórn. Bendir hann á að reynsla Guðrúnar geri hana líka að ákjósanlegum kandídat í embætti iðnaðarráðherra, sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gegnir nú. Áslaug Arna hafi enga reynslu úr atvinnulífinu, enda hafi hún dottið inn á þing um leið og hún lauk lagaprófi.

Þá telur Ólafur fráleitt að hróflað verði við Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem hafi hlotið 40 prósent atkvæða á fjölmennasta landsfundi sögunnar síðastliðið haust. Feigðarflan væri hjá formanni flokksins að leggja í slíkt, sem myndi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður, og ekki ástæða til að ætla formanninum slíka glámskyggni.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK