fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Rólitík

Eyjan
Laugardaginn 17. júní 2023 13:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er værðarlegt um að litast í íslenskri pólitík – og svo sem lítið að frétta af raunverulegum áherslubreytingum. Það situr allt við það sama. Og stjórnarflokkarnir hafa komið sér þægilega fyrir inni í stássstofunni með staup af púrtvíni í hendi og henda gaman að því sem hver segir.

Þetta er nefnilega svo þægilegt.

Það þarf ekkert fyrir þessu að hafa.

Á meðan gerist náttúrlega fátt svo heitið geti til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Valdstjórnin er fyrir margt löngu búin að setja í hlutlausan gír – og við það situr.

En ástandið kemur eilítið upp um íslenska pólitík. Hún er eiginlega miklu heldur rólitík en sá mikli og öflugi slagkraftur sem fylgir hugsjónapólitík sem lætur verkin tala.

Þetta á bæði við um hægri flokka og þá sem eiga að heita til vinstri. Að ekki sé talað um þá sem segjast heyra miðjunni til.

Á fjögurra ára fresti – og stundum oftar – segjast þessi stjórnmálaöfl fylgja heilagri stefnu sem ekkert fái hnikað, en þegar á hólminn er komið – og tekið er í valdataumana – verða orðin að hjómi einu í málamiðlanaóskapnaði.

Hægrimenn á Íslandi, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hafa stækkað báknið að slíkum mun á síðustu árum að ekki verður jafnað við fyrri tími. Stjórnsýslan á Íslandi hefur þanist út á þeirri vakt. Yfir tuttugu prósenta fjölgun er í flokki ríkisstarfsmanna á valdatíma frjálshyggjunnar í Lindarhvoli, á sama tíma og starfsmönnum á almennum vinnumarkaði hefur fjölgað innan við fimm af hundraði. Munurinn er himinn og haf.

Og skattar hafa ekki verið lækkaðir, heldur þvert á móti. Sjálfur fjármálaráðherra sagði nýverið að áfengisgjald væri komið fram úr hófi, en hækkaði það stuttu eftir að ómurinn af fyrri yfirlýsingunni var þagnaður.

Og stefna flokksins hvað varðar fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði er náttúrlega ekki lengur fyrirheit heldur framúrstefnuleg lygi.

Þetta er engin hægri pólitík.

„Pólitíkin, eins og hún birtist landsmönnum á síðari árum, á ekki erindi við fólk.“

Vinstrimenn á Íslandi verða sem fyrri árin að aftursætisfarþegum í fylgd með hægrimönnum við stýrið. Þeir gefa helgustu stefnumál sín eftir í skiptum fyrir valdatíð og volga stóla. Breytingum á kerfinu, í þágu almennings og á kostnað sérhagsmunaafla, er í besta falli slegið á frest. Meira að segja bakland Vinstri grænna er þagnað. Það á ekki lengur til orð.

Þetta er engin vinstri pólitík.

Miðjuflokkurinn lofar samgöngubótum út þessa öld. Og þarf ekki pólitík til að átta sig á því að á næsta ári verður hálf öld liðin frá því hringvegurinn var tekinn í gagnið – og fjárveitingarvaldinu hefur ekki enn þá auðnast að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi númer eitt.

Og þessum ágæta bændaflokki hefur tekist á sama tíma að steypa sveitum landsins í slíka fátækt að nýliðun í bændastétt er talin álíka gáfuleg og að opna baðströnd á Svalbarða.

Þetta er engin landsbyggðarpólitík.

Pólitíkin, eins og hún birtist landsmönnum á síðari árum, á ekki erindi við fólk. Hún er ekki lengur í augnhæð við það. Og veit þar af leiðandi ekki hvað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin