fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Brynjar segir að fólk verði að bera ábyrgð á eigin lífi – „Það verður aldrei sátt um sölu áfengis“

Eyjan
Laugardaginn 17. júní 2023 14:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segist trúa því allt fari á besta veg ef að fólk beri meiri ábyrgð á eigin lífi í stað þess að banna alla hluti eða eða hafa allt á vegum ríkisins. Þetta kemur fram í pistli Brynjars á Facebook í tilefni af þeim orðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að þjóðin verði að ná sátt varðandi áfengismálin.

Aðgengi Íslendinga að áfengi er að gjörbreytast um þessar mundir en flestir verslunarrisar landsins ráðgera nú innreið á markaðinn í gegnum netverslanir sínar í kjölfar þess að Costco hóf slíkan rekstur á dögunum. Brynjar styður aukið aðgengi að áfengi og hann telur útséð um að sáttin sem Katrín boðar náist.

Lífið væri leiðinlegt ef við værum öll fullkomin

„Það verður aldrei sátt um sölu áfengis. Bindindismenn er alla jafna á móti sölu áfengis. Óvirkir fíklar er einnig mjög á móti öllum breytingum á sölu áfengis nema til að banna sölu þess. Svo eru enn til botnfreðnir sósíalistar, sem enga ólyst hafa á áfengi, en geta bara ekki hugsað sér að afnema einkarétt ríkisins á nokkru. Með þeim í liði eru nokkrir framsóknarmenn sem líta enn upp til Hriflu-Jónasar,“ skrifar Brynjar.

Hann segir að ljóst að mannskepnan sé ekki fullkomin og við ráðum misvel við lífið.

„Mikið væri leiðinlegt ef við værum öll fullkomin. Við höfum mörg tilhneigingu til að ánetjast einhverju sem fer ekki vel með okkur. Fíkn í áfengi er ekki eina vandamálið. Sumir glíma við spilafíkn, kaupfíkn eða kaupæði, tölvuleikjafíkn sem herjar einkum á ungmenni og svo má ekki gleyma kynlífsfíkn sem hefur þó tilhneigingu til að lagast með aldrinum Áfengið, búðirnar spilin, tölvuleikirnir og kynhvötin er ekki sökudólgurinn heldur við sjálf,“ skrifar Brynjar.

Allt fari á betra veg ef við berum ábyrgð á eigin lífi

Sjálfur hafi hann enga  ólyst á áfengi, ekki frekar en „vinstri gáfumenn“.

„En ég er alveg bólusettur fyrir kaupfíkn og þjáist af vanlíðan í hvert sinn sem Soffía dregur mig inn í búð. Ef ég væri ekki kvæntur ætti ég engin föt og klæddist laufblaði eins og Adam forðum. Þá er ég of tregur til að læra á tölvuleiki og spilakassa. Hef verið hófsamur í kynlífsiðkun, einkum í seinni tíð. Ég trúi því að allt fari á betri veg ef við berum meiri ábyrgð sjálf á okkar lífi í stað þess að banna alla hluti eða hafa allt á vegum ríkisins. Við vitum að alltaf munu einhverjir missa fótanna og þá er mikilvægt að í boði sé hjálp vilji menn hana. Ef við tökum alla ábyrgð af fólki og sjúkdómsvæðum alla vitleysu sem við gerum þá batnar ástandið ekki,“ skrifar Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð