fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Svanhildur er nýr formaður LeiðtogaAuðar

Eyjan
Föstudaginn 16. júní 2023 15:43

Stjórn LeiðtogaAuðar 2023-2024 frá vinstri Svanhildur, Ragnheiður, Ása, Herdís og Elfa Björk. Á mynd vantar Hörpu. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðalfundi LeiðtogaAuðar í Landsneti miðvikudaginn 31. maí síðastliðinn tók Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti við sem formaður. LeiðtogaAuður er sérstök deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageiranum og hinu opinbera.

Félagskonur LeiðtogaAuðar eru hluti af forystusveit íslensks viðskiptalífs sem gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðu í atvinnulífinu, konur sem vilja taka þátt í eflingu íslensks atvinnulífs og vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur.

„Landsnet bauð okkur velkomnar í stafræna framtíð,“ segir Svanhildur um heimsóknina í stjórnstöð Landsnets þar sem hópurinn fékk að upplifa og sjá með eigin augum hvernig við höldum ljósunum í landinu logandi. Markmið deildarinnar er að konur í forystusveit íslensks viðskiptalífs kynnist hver annarri og geti nýtt sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapurinn býður upp á og eftir hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör var sumri fagnað og glaðst yfir því að geta hist.

Stjórn LeiðtogaAuðar 2023-2024 er sem hér segir – í stafrófsröð:

  • Ása Karín Hólm eigandi og stjórnunarráðgjafi Stratagem – ritari
  • Elfa Björg Aradóttir framkvæmdastjóra fjármála hjá Ístak– gjaldkeri
  • Harpa Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Samgöngustofu
  • Herdís Pála Pálsdóttir eigandi Páfugl ehf. / herdispala.is
  • Ragnheiður Aradóttir eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching
  • Svanhildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti – formaður

Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu og að auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. „Það er LeiðtogaAuðum mikilvægt að styrkja tengslanetið, efla þekkingu og geta leitað til hver annarrar,“ segir Svanhildur formaður sem segir nýja stjórn hlakka til að tengjast og hefja nýtt starfsár þar sem konur upplifa hvatningu, séu fyrirmynd og upplifi stuðning.

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar IS, Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, og Hildur Árnadóttir, ráðgjafi og stjórnarkona, fara úr stjórn deildarinnar og í tilkynningu frá FKA er þeim þakkað fyrir öflugt starf sem stjórnarkonur og Hildi fyrir öflugan tíma sem formaður.

Á aðalfundi LeiðtogaAuðar í Landsneti.
Stjórnarkonurnar Svanhildur, Elfa og Ragnheiður ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur, Borgarleikhússtjóra, í heimasókn deildarinnar í leikhúsið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”