fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig Anna urðar yfir Moggamenn – „Öll nema „blaðamenn“ Morgunblaðsins sem ráfa um í klístrugu myrkri handónýtrar hugmyndafræði“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fjallar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun um frétt Morgunblaðsins, sem birtist í blaði dagsins, um ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins:

„En íslensku auðvaldi tókst að lokum að finna hina einu réttu til að hringja eins oft og þurfa þykir í Seðlabankastjóra, forsætisráðherra og guð. Æsispennandi umfjöllunarefni innrammað af stílbrögðum blaðamanns.“

Sólveig gerir í færslunni athugasemd við það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins um að forysta margra verkalýðshreyfinga sé herská og ekki endilega tilbúin til að setjast að samningaborðinu til að taka málefnalega umræðu um kaup og kjör:

„Ég gef mér að þarna sé m.a. átt við hina alræmdu forystu Eflingar, vopnum búna, vígtennta og ævinlega þyrsta í burgeisablóð í Grýlu-sögum Hádegismóa.“

Sólveig segir að þetta sé alrangt hjá Morgunblaðinu:

„Vissulega er andúð forystunnar á arðráni og þeirri þjóðfélagsskipan sem að arðráns-kerfið útbýr mikil og heit. En það er alrangt að ekki sé sest við samningsborðið til að takast þar á með málefnalegum hætti um „kaup og kjör“. Frá því að Efling stéttarfélag, fram að því mikilvægasta vígi samræmdrar láglaunastefnu á landinu, féll í hendur herskárra meðlima stéttar vinnuaflsins árið 2018, Morgunblaðinu og öðrum málsvörum stéttskiptingar og misskiptingar til agalegs ama en harmkvæli reykvískrar borgarastéttar vegna þeirra atburða og afleiddrar atburðarásar hafa borist um samfélagið meira og minna non-stop í nú hálfan áratug, hefur forysta Eflingar ávallt verið tilbúin til að setjast að samningaborðinu til að eiga þar upplýsta og málefnalega umræðu. Ávallt rökstutt málflutning félagsins með gögnum og staðreyndum úr efnahagslegum veruleika þjóðfélagsins og aldrei skorast undan því að útskýra hann fyrir öllum þeim sem að tilbúnir eru að hlusta. Þetta er einfaldlega staðreynd sem að enginn getur neitað.“

Blaðamenn Morgunblaðsins séu slegnir hugmyndafræðilegri blindu

Hún fullyrðir að blaðamenn Morgunblaðsins skrifi fréttir út frá handónýtri hugmyndafræði sinni sem byrgi þeim sýn:

„Eða réttara sagt, enginn ætti að geta neitað, en eins og þekkt er eru þau hugmyndafræðilegu sjóngler sem að fólkið sem vinnur hjá Morgunblaðinu gengur með svo hræðilega léleg og rispuð að þau minna helst á bölvun úr gamalli sögu.“

Sólveig segir að það hafi verið Samtök atvinnulífsins sem hafi þvælst fyrir því að málefnaleg umræða um kaup og kjör ætti sér stað en ekki forysta Eflingar. Hún vísar í verkbann sem Samtökin settu á meðlimi Eflingar í febrúar síðastliðnum. Hún segir að því ættu öll að muna eftir en að svo virðist sem að blaðamenn Morgunblaðsins geri það ekki:

„Öll nema „blaðamenn“ Morgunblaðsins sem ráfa um í klístrugu myrkri handónýtrar hugmyndafræði, farandi stöðugt með ósannindi og fleipur, föst í aumkunarverðum álögum við að halda uppi um allsbera keisarann buxunum sem að eru ekki til og dettandi í alla drullupolla sem að á vegi þeirra verða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“