fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ný stjórn Carbfix skipuð

Eyjan
Fimmtudaginn 15. júní 2023 14:15

Nana Bule er nýr stjórnarformaður Carbfix hf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn hefur verið skipuð yfir Carbfix hf. til að styðja við markmið fyrirtækisins um að leggja verulega af mörkum til loftslagsmála með því að beita Carbfix-tækninni í auknum mæli, bæði hér á landi sem erlendis, til bindingar á CO2 í jarðlögum.

Ný í stjórninni eru Nana Bule, stjórnarformaður, Benedikt K. Magnússon, Brynhildur Davíðsdóttir og Tómas Már Sigurðsson.

Nana Bule hefur yfir 20 ára reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum þar sem hún hefur leitt umbreytingu og vöxt. Hún var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári og starfar nú sem ráðgjafi hjá Goldman Sachs. Hún er formaður stjórnar danska ráðsins um stafræn málefni og leiðir starfshóp danskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. Hún situr í stjórnum Energinet, Arla Foods og Novo Nordisk Foundation.

Benedikt K. Magnússon er fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var áður sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi og hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjafarstörfum hjá KPMG, þar sem hann var einnig meðeigandi og stjórnarmaður.

Dr. Brynhildur Davíðsdóttir er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af kennslu, rannsóknum og ráðgjöf þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á orkuskipti, sjálfbærnimat og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Hún er varaformaður Loftslagsráðs og situr í stjórn Arctic Circle Foundation. Hún sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur árin 2011-2022, síðustu sex árin sem stjórnarformaður.

Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku. Hann starfaði áður í 16 ár fyrir Alcoa, m.a. sem forstjóri Alcoa á Íslandi, forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum og aðstoðarforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann hefur verið formaður Verslunarráðs og setið í stjórnum Samtaka iðnaðarins, Europe Aluminium, Eurometaux og Business Europe.

Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur situr áfram í stjórninni.

Carbfix hf. er dótturfélag Carbfix ohf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð