Samkvæmt tilkynningu Hagstofu Íslands jukust ráðstöfunartekjur um 8,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 miðað við fyrsta ársfjórðung ársins 2022. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,26 milljónum króna á tímabilinu og nemur það 4,7 prósent hækkun ráðstöfunartekna á mann frá fyrsta ársfjóirðungi ársins 2022.
Í tilkynningu Hagstofunnar segir að teknu tilliti til verðlagsþróunar sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 en hækkun vísitölu neysluverðs nam 10 prósent á sama tíma.