Costco hefur hafið sölu áfengis til einstaklinga hér á landi í netverslun sinni.
Til að panta áfengi þarf að stofna sérstakan aðgang að síðunni og stendur þetta til boða öllum þeim sem eru með einstaklings- eða fyrirtækjaaðildarkort hjá Costco, hafi þeir náð 20 ára aldri.
Með þessu eykst enn samkeppni í smásölu áfengis hér á landi, en auk ÁTVR sem hefur ríkiseinokun á staðarsölu í verslunum eru nokkrar netverslanir á borð við Sante, Heimkaup og Nýju vínbúðina fyrir á markaðnum.
Kaupin ganga þannig fyrir sig að kaupendur kaupa áfengi í netverslun Costco og sækja það sem í vöruhús fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Costco verða pantanir tilbúnar til afhendingar samdægurs.
Eyjan gerði handahófskenndan samanburð á verði áfengi milli ÁTVR og Costco. Einnig var skoðað verð í öðrum netverslunum hér á landi en nokkur misbrestur var á að þær vörur sem skoðaðar voru væru til sölu hjá Sante, Nýju vínbúðinni og Heimkaup. Í grófum dráttum má segja að af þremur síðastnefndu verslununum sé Sante ódýrast og Heimkaup dýrast. Hvorki Sante né Heimkaup bjóða upp á sterkt áfengi.
Verðsamanburður á völdum vörum milli ÁTVR og Costco:
Moet & Chandon Brut Imperial kampavín, 0,7 lítrar
ÁTVR: kr. 7.399
Costco: kr. 6.699
Mismunur: kr. 700
10,4%
Bollinger kampavín, 0,7 lítrar
ÁTVR: kr. 8.499
Costco: kr. 7.699
Mismunur: kr. 800
10,4%
Veuve Clicquot kampavín, 0,7 lítrar
ÁTVR: kr. 7.999
Costco: kr. 6.999
Mismunur: kr. 1.000
14,3%
Mionetto Prosecco freyðivín, 0,2 lítrar
ÁTVR: kr. 799
Costco: kr. 546
Mismunur: kr. 253
46,3%
Jack Daniels viský, 1 lítri
ÁTVR: kr. 12.199
Costco: kr. 9.999
Mismunur: kr. 2.200
22,0%
Tanqueray Ten gin, 1 lítri
ÁTVR: kr. 10.999
Costco: kr. 9.799
Mismunur: kr. 1.200
12,2%
Bombay Sapphire gin, 1 lítri
ÁTVR: kr. 12.099
Costco: kr. 10.399
Mismunur: kr. 1.700
16,3%
Absolut vodka, 1 lítri
ÁTVR: kr. 9.999
Costco: kr. 9.399
Mismunur: kr. 600
6,4%
Smirnoff vodka, 1 lítri
ÁTVR: kr. 8.899
Costco: kr. 8.699
Mismunur: kr. 300
3,4%
Remy Martin VSOP konjak, 0,7 lítrar
ÁTVR: kr. 10.999
Costco: kr. 10.199
Mismunur: kr. 800
7,8%
Hennessy VSOP konjak, 0,7 lítrar
ÁTVR: kr. 12.699
Costco: kr. 9.499
Mismunur: kr. 3.200
33,7%
Gull lite bjór, 0,5 lítra dós
ÁTVR: kr. 409
Costco: kr. 367
Mismunur: kr. 42
11,4%
Viking lite bjór, 0,5 lítra dós
ÁTVR: kr. 399
Costco: kr. 333
Mismunur: kr. 66
19,8%
Tuborg Classic bjór, 0,5 lítra dós
ÁTVR: kr. 439
Costco: kr. 392
Mismunur: kr. 47
12,0%
Budweiser bjór, 0,33 lítra flaska
ÁTVR: kr. 272
Costco: kr. 225
Mismunur: kr. 47
20,9%
Peroni bjór, 0,33 lítra flaska
ÁTVR: kr. 399
Costco: kr. 321
Mismunur: kr. 78
24,3%
Boli bjór, 0,5 lítra dós
ÁTVR: kr. 479
Costco: kr. 433
Mismunur: kr. 46
10,6%
Stella Artois bjór, 0,33 lítra flaska*
ÁTVR: kr. 399
Costco: kr. 279
Mismunur: kr. 120
43,0%
*Í þessu tilviki er bjórinn í ÁTVR 5% að styrkleika en í Costco er hann 4,8% að styrkleika.
Þá má geta þess að 0,44 lítra dós af Stella Artois kostar kr. 429 í ÁTVR en 0,568 lítra dós kostar kr. 383 í Costco. Lítraverðið er þarna kr. 1.026 í ÁTVR en kr. 674 í Costco. Lítrinn er því 52,2 prósent dýrari í verslunum ÁTVR en hjá Costco. Í báðum tilfellum er um bjór að styrkleika 4,6% að ræða.
Rétt er að geta þess að ávallt er hægt að kaupa eina pakkningu af hverjum áfengum drykk í verslunum ÁTVR á meðan almenna reglan er að kaupa þarf meira magn en eina pakkningu af bjór í Costco.