fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Segir SA hafa hafnað fulltrúum sægreifanna sem hafi reynt mikið að koma sínu fólki að

Eyjan
Mánudaginn 12. júní 2023 17:25

Ólafur Arnarson segir Jens Garðar Helgason, Sigurð Kára Kristjánsson, Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki hafa komið til greina sem framkvæmdastjóri SA, en tilkynnt var um ráðningu Sigríðar Margrétar Oddsdóttir í starfið í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurði Kára Kristjánssyni, fyrrverandi alþingismanni, og Jens Garðari Helgasyni, fyrrverandi formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, var hafnað í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Tilkynn var í dag að Sigríður Margrét Oddsdóttir, núverandi forstjóri Lyfju, taki við starfi framkvæmdastjóra SA í haust. Ólafur Arnarson fjallar um málið í náttfarapistli á Hringbraut.

Hann fer yfir það að fulltrúum sjávarútvegsins hafi verið hafnað í starfið og bendir á að sjávarútvegurinn ráði innan við fimmtungi atkvæða innan SA þótt greinin vilji þar öllu ráða. Samtök iðnaðarins fara með tæplega 40 prósenta atkvæðavægi, auk þess sem Samtök ferðaþjónustu og Samtök verslunar og þjónustu eru sterk. Þessir aðilar hafa engan áhuga á að láta sægreifa stýra ráðningu framkvæmdastjóra.

Ólafur segir talsvert hafa gengið á innan SA frá því að Halldór Benjamín Þorbergsson var látinn hætta sem framkvæmdastjóri í vor. Hann vitnar í frétt mbl.is um ráðninguna og kallar hana furðufrétt. Annar höfunda fréttarinnar er Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en Hanna Birna hrökklaðist úr embætti innanríkisráðherra eftir að Gísli Freyr gekkst við því að hafa falsað frétt á vegum ráðuneytisins. Ólafur segir það rangt að rætt hafi verið við Hönnu Birnu um starf framkvæmdastjóra SA og segir aldrei hafa komið til greina að Heiðrún Lind Marteinsdóttir tæki við starfinu, en mbl.is segir hana hafa hafnað því að taka við starfinu.

Þá segir Ólafur það staðlausa stafi, sem haldið er fram í frétt mbl.is, að Katrín Olga Jóhannsdóttir, fyrrverandi formaður Viðskiptaráðs, og Kristín Edwald, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins, hafi komið til greina í starfið, engin samstaða hefði getað orðið um þær.

Náttfari staðfestir hins vegar að mikið hafi verið reynt að koma Sigurði Kára Kristjánssyni í starfið en segir enga stemningu hafa verið fyrir því.

Bendir hann á að mikið hafi verið reynt að koma föllnum þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í áhrifastöður í samfélaginu, meðal annars hafi Illuga Gunnarssyni verið hafnað í starf framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins þegar Sigurður Hannesson var ráðinn. Einnig hafi gengið illa að koma Hönnu Birnu og Ragnheiði Elínu Árnadóttur í ýmsar virðingarstöður og svo virðist sem meira framboð sé af föllnum hetjum flokksins en eftirspurn.

Náttfarapistillinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á