„Við litli kíktum niður á þing og urðum vitni að því að þetta baráttumál mitt var samþykkt í frumvarpi heilbrigðisráðherra. Það er því nú loksins komið í lög að fólk megi nýta kynfrumur og fósturvísa eftir andlát og skilnað ef það er sammála um það. Ég er sérlega glöð með að það hafi náðst í gegn að vond krafa sem ég gerði veður út af um daginn um að kona verði að vera einhleyp var felld út. Ég hefði viljað ganga lengra og leyfa heimildinni að ná einnig yfir karlmenn, fella einfaldlega út kröfu um sambúðarform og leyfa gjöf fósturvísa – en sú barátta bíður haustsins. Þangað til fagna ég einlægt þeirri fallegu sumargjöf að fá þessi skref þó samþykkt í þágu frelsis, virðingar og sjálfsákvörðunarrétt fólks til að búa til lítið líf,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sína og gleðjast fjölmargir með þingkonunni.