fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Hefur samúð með Bjarna Ben sem stendur frammi fyrir erfiðu vali

Eyjan
Föstudaginn 9. júní 2023 15:26

Ólafur Arnarson hefur samúð með Bjarna Benediktssyni og því vali sem hann stendur frammi fyrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson er ekki öfundsverður maður þessa dagana. Hann stendur frammi fyrir því að þurfa að fórna sínum traustasta stuðningsmanni til að efna loforð við Guðrúnu Hafsteinsdóttur um að gera hana að dómsmálaráðherra.

Í nýjum dagfarapistli á Hringbraut segir Ólafur Arnarson Bjarna standa frammi fyrir nokkrum kostum í þessu máli og enginn þeirra sé góður. Hann geti sem fyrr segir fórnað Jóni Gunnarssyni til að efna loforðið við Guðrúnu. Hann geti líka svikið Guðrúnu og haft Jón áfram. Einnig geti hann stigið sjálfur til hliðar til að rýma til í ráðherraliði flokksins að jafnvel bara ákveðið að skella sér út í sumarið og bíða þess sem verða vill.

Ólafur segir ráðherrasirkusinn í kringum „ísdrottninguna“ úr Hveragerði hafa gengisfellt bæði hana og ráðherratitilinn sem hann býst við að hún fái innan tíðar. Hann býst líka við að þessu máli verði gerð góð skil í næsta áramótaskaupi.

Meginefni pistilsins fjallar hins vegar um það hve miklum fríum stjórnmálastéttin úthlutar sjálfri sér. Jólafríið er 37 dagar og páskafríið langt og gott. Og nú geta þingmenn ekki beðið eftir því að halda út í 110 daga sumarfrí.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda