Hámarks þorskafli verður aukinn um eitt prósent, ýsuafli um 23 prósent og sumargotssíldin um 50 prósent verði farið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár.
Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag úttekt á ástandi nytjastofna í fiskveiðilögsögu og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu.
Gullkarfastofninn er talinn sterkur og er ráðlögð 62 prósenta aukning hámarksafla milli ára.
Hér má sjá heildarráðgjöfina: