fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn segir þjóðarskútunni stýrt í vitlausa átt

Eyjan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur ekki trú á þeim aðgerðum gegn verðbólgu sem hún kynnti fyrr í vikunni. Þetta er niðurstaða Þorsteins Pálssonar en vikulegur pistill hans á Eyjunni, Af kögunarhóli, birtist í dag.

Þorsteinn segir ríkisstjórnina hafa reitt hátt til höggs með því að boða „víðtækar aðgerðir gegn verðbólgu“ vegna þess að víðtækar aðgerðir ættu að leiða til þess að verðbólga hjaðni mun hraðar en ráð hafi verið gert fyrir og vextir lækki umtalsvert við næstu vaxtaákvörðun.

Í þessu ljósi veki það sérstaka athygli að ríkisstjórnin greini ekki frá því í tilkynningu sinni hversu mikil áhrif hún telji að aðgerðirnar hafi til að hraða lækkun verðbólgu og hversu mikið vextir lækki í kjölfar þess.

Hann spyr -hvernig á því standi og kemst að þeirri niðurstöðu að líklegast sé að ríkisstjórnin sjálf hafi einfaldlega ekki trú á því að aðgerðirnar hafi mikil áhrif.

Þá bendir Þorsteinn á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru tvíþættar og eðlisólíkar. Annars vegar ætlaðar til að stemma stigu við verðbólgu og hins vegar til að bæta stöðu þeirra verst settu á óðaverðbólgutímum. Þorsteinn óttast að stuðningur við húsnæðiskaup þeirra efnaminni séu ófjármagnaðar og bendir á að slíkt stuðlar að aukinni þenslu og ýtir undir verðbólgu.

Þorsteinn víkur að því vandamáli að vaxtaákvarðanir Seðlabankans taka aðeins til lítils hluta hagkerfisins þannig að skuldug heimili og meðalstór fyrirtæki beri þyngri byrðar en aðrir. Ríkisstjórnin geri ekkert til að leiðrétta þá kerfislegu skekkju.

Þorsteinn bendir jafnframt á að öll umræða um hagvöxt hér á landi virðist hafa verið byggð á stórfelldum misskilningi. Hagvöxtur á mann hér hefur verið minni en annars staðar í OECD en ekki meiri eins og haldið hefur verið fram. Ástæðan fyrir því er sú að mikil mannfjölgun hefur orðið hér á landi og því hafur heildarhagvöxtur aukist þó að hagvöxtur á mann dragist saman.

Af þessu leiðir að ákvarðanir í ríkisfjármálum eru byggðar á röngum forsendum. Niðurstaðan er sú að þjóðarskútunni er stefnt í vitlausa átt.

Pistil Þorsteins í heild er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi