fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton sakar Davíð og Morgunblaðið um ritskoðun

Eyjan
Mánudaginn 5. júní 2023 10:04

Ole Anton er harðorður í garð Morgunblaðsins og ritstjóra þess

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt, stofnandi og formaður Jarðarvina – félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, sakar Davíð Oddsson og Morgunblaðið um ritskoðun og að nýta sér einokunarstöðu blaðsins á prentmiðlamarkaði til þess að ýta efni í vaxandi mæli til hliðar sem samræmist ekki stefnu blaðsins og skoðunum ritstjórans.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Ole Anton á Eyjunni þar sem hann skýtur föstum skotum og birtir síðan greinina í heild sinni sem fjallar á neikvæðan hátt um hvalveiðar. Segir Ole Anton að Davíð gangi á bak fyrri orða sinna þegar hann tók við sem ritstjóri miðilsins.

„Þegar núverandi ritstjórar tóku þar ritstjórnarvöldin, 25. september 2009, sagði annar þeirra, Davíð Oddsson, þetta: „Blað gengur út á, að koma gagnrýnisröddum að, svo allir geti komizt að eigin niðurstöðum, þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang. Þetta var flott hugsun hjá Davíð, vel mælt, góð stefna, en gallinn er bara sá, að hann stendur ekki við hana. Svíkur sína eigin yfirlýstu stefnu meir og meir,“ skrifar Ole Anton.

Að hans mati hefur ritskoðun á efni Morgunblaðsins stóraukist eftir fall Fréttablaðsins.

Skýrar línur til ritstjóra

„Einokunaraðstaða blaðsins á prentmiðlamarkaði hefur verið notuð, misnotuð, meir og meir, til að fyrirbyggja frjáls skoðanaskipti, frjálsa umræðu og frjálsa skoðanamyndun í landinu. Lítið „sjálfstæði“ í því hjá málgagni Sjálfstæðisflokksins. Vanvirða fyrir flokkinn og aldar gamalt blaðið, sem á að standa fyrir og tryggja „sjálfstæði“; frelsi landsmanna til orðs og æðis,“ skrifar Ole Anton.

Hann segir sjávarútveginn vera ríki í ríkinu og þaðan komi skýrar línur til ritstjóra um það sem má og ekki má í efnismeðferð og birtingum.

„Sjávarútvegurinn vill hvalveiðar, fullt frelsi til allra athafna og arðflettingar af hafinu og engar takmarkanir eða skerðingar, af neinu tagi á sinni starfsemi, en sjávarútvegurinn flokkar fornaldarlegar veiðar og grimmdarlegt og siðlaust dráp á háþróuðum spendýrum, langreyðum, sem flokka verður sem fíla hafsins, með veiðum á fiskum, sem eru miklu einfaldari dýr og hluti af náttúrlegri lífskeðju annarra fiska, sjávardýra og manna,“ skrifar Ole Anton.

Segir hann að Morgunblaðið þráist við að birta fréttir eða annað efni þar sem hvalveiðar séu gagnrýndar þrátt fyrri að aðeins 29% þjóðarinnar séu hlynnt hvalveiðum. „Skítt með skoðun þjóðarinnar!“ skrifar Ole Anton.

Hér má lesa greinina sem Ole Anton fullyrðir að Morgunblaðið hafi ekki viljað birta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki