fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ný stjórn FKA Framtíðar 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 11:51

Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir, Guðríður Steingrímsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir og Aníka Pálsdóttir Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn FKA framtíðar hefur verið kosin fyrir næsta starfsár, en FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu og er með yfir 400 félagskonur, segir í tilkynningu frá FKA.

Aðalfundur FKA Framtíðar var haldinn á dögunum og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. FKA Framtíð er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka uppbyggingu tengslanets og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna. FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. FKA Framtíð trúir því að saman séum við sterkari en umfram allt þá þurfi að vera gaman!  

Mentorverkefni FKA Framtíðar er gríðarlega mikilvægt og eftirsótt verkefni þar sem komið er upp mentor samstarfi milli kvenna t.d. milli reyndra leiðtoga og óreyndari. Síðastliðin vetur tóku hátt í 100 konur úr atvinnulífinu þátt í Mentorverkefninu og er ný stjórn með háleit markmið um að stækka verkefnið enn frekar.   

Maríanna Finnbogadóttir, ný stjórnarkona
Mynd: Silla Páls
Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir, Alda Sigurðardóttir, Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir
Mynd: Silla Páls
Thelma Kristín Kvaran, fráfarandi formaður
Mynd: Silla Páls
Aníka Pálsdóttir, Valdís Guðbjörnsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Snædís Helgadóttir, Sigrún Ægisdóttir, Þórdís Alda Þórðardóttir
Mynd: Silla Páls

Kosið er til tveggja ára í senn, ný stjórn FKA Framtíðar skipa: 

  • Árdís Ethel Hrafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair. 
  • Ester Sif Harðardóttir, forstöðumaður reikningshalds og uppgjöra. 
  • Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá HMS. 
  • Maríanna Finnbogadóttir, mannauðsráðgjafi í Arion Banka. 
  • Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf. 
  • Sjöfn Arna Karlsdóttir, verkefnastjóri reikningshalds hjá HMS. 
  • Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, óháður fyrirtækja- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf. og fjármálastjóri GeoSilica.  

Ný stjórn FKA Framtíðar vill þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir þeirra framlag síðastliðinn tvö ár, en það eru Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastjóri og eigandi Eventum viðburðarfyrirtækis, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir mannauðs- og skrifstofustjóri JIKO og Thelma Kristín Kvaran stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta.  

Þegar formlegri dagskrá aðalfundar FKA Framtíðar var lokið tóku Vínkonur við með skemmtilegri & fræðandi kynningu um vín.  

Vínkonur: Ragnhildur Helgadóttir og Charlotta Rós
Mynd: Silla Páls
Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir
Mynd: Silla Páls
Sigríður Inga Svarfdal
Mynd: Silla Páls
Anna Björk Árnadóttir og Katrín Kristjana Hjartardóttir
Mynd: Silla Páls
Kjörstjórn Aðalfundar FKA Framtíðar skipaði: Ósk Heiðu Sveinsdóttur, Katrínu Kristjönu Hjartadóttur, Önnu Björk Árnadóttur
Mynd: Silla Páls
Ester Sif Harðardóttir, Sigríður Inga Svarfdal og Maríanna Finnbogadóttir
Mynd: Silla Páls
Anna Björk Árnadóttir fráfarandi úr stjórn og Thelma Kristín Kvaran fráfarandi úr stjórn
Mynd: Silla Páls
Ester Sif Harðardóttir, ný stjórnarkona
Mynd: Silla Páls
Sjöfn Arna Karlsdóttir, ný stjórnarkona
Mynd: Silla Páls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“