fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Vilhjálmur ósáttur við fyrirhugaðir launahækkanir ráðamanna – „Hræsni dauðans”

Eyjan
Mánudaginn 29. maí 2023 20:05

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, er allt annað en sáttur við fyrirhugaðar launahækkanir helstu ráðamanna þjóðarinnar þann 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt kvöldfréttum RÚV er gert ráð fyrir að laun þessa hóps muni hækka um allt að 6,3 prósentum og tók Vilhjálmur það saman hvað það mun þýða í krónutölum fyrir ráðamennina.

• 85,000 kr. – Óbreyttir þingmenn.
• 141,000 kr. – Forseti þingsins.
• 141.000 kr. – Ráðherrar.
• 156,000 kr. – Forsætisráðherra.
• 127,000 kr. – Formenn flokka án ráðherradóms

„Þessar hækkanir er alls ekki í samræmi við þær launahækkanir sem samið var á hinum almenna vinnumarkaði. Eins og allir vita hafa Seðlabankinn og stjórnvöld og þá sérstaklega fjármálaráðherra gagnrýnt harðlega þá kjarasamninga sem samið var um í desember.
En munum að SGS samdi „bara“ í formi krónutöluhækkuna sem var að meðaltali 43.000 þúsund á mánuði auk viðbótahækkunar handa fiskvinnslufólki,” skrifar Vilhjálmur.

Minnir hann á að  VR og Iðnaðarmenn hafi samið  um 6,75% launahækkun en enginn fékk meira en 66.000 þúsund króna hækkun. Það rímar við ákall Finnbjörns A. Hermanssonar, forseta ASÍ,  um helgina þar sem hann sagði þingmenn og ráðherra verða að sýna ábyrgð og hvatti til þess að enginn myndi hækka um meira en 66 þúsund krónur á mánuði líkt og áðurnefndar hámarkshækkanir.

Það þyrfti þó að gera með lögum en fyrr í dag greindi RÚV frá því að enginn þingmaður hefði lagt fram frumvarp um slíkt á yfirstandandi þingi.

„Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis En gagnrýni Seðlabankans og stjórnmálamann yfir kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði er hræsni dauðans!” skrifar Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“