fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Dregur úr verðbólgu milli mánaða – vextir Seðlabankans valda verðbólgu og húsnæðisskorti

Eyjan
Föstudaginn 26. maí 2023 10:31

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem háir vextir Seðlabanka Íslands standi nú í vegi fyrir því að verðbólga hjaðni hér á landi á sambærilegan hátt og í öðrum löndum sem ekki hafa beitt vaxtatækinu af jafn mikilli grimmd og Seðlabanki Íslands.

Ársverðbólgan lækkar milli mánaða, er 9,5 prósent í maí en var 9,9 prósent í apríl. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent milli mánaða.

Þetta er minni hækkun en greiningardeildir bankanna höfðu spáð, en flestir bankarnir spáðu því að ársverðbólgan myndi mælast 9,6 prósent í apríl.

Mestu verðhækkanirnar síðastliðna 12 mánuði hafa verið á mat og drykkjarvörum, 12,3 prósent, og húsnæði, hita og rafmagni sem hækkar um sömu prósentu. Þá hafa hótel og veitingastaðir hækkað verðlag um 10,8 prósent, auk þess sem ferðir og flutningar hækka um 8,9 prósent.

Sé húsnæði undanskilið hækkar vísitalan um 8,4 prósent síðustu 12 mánuði.

Verðhækkanir á mat og drykkjarvöru eru að miklu leyti til komnar vegna erlendra verðhækkana, auk þess sem innlendir framleiðendur sem njóta verndar frá innflutningi hafa hækkað sitt verð í skjóli tollverndar ríkisins.

Óvarlegt er að ætla að minni verðhækkanir milli mánaða nú séu vísbending um að verðbólga hér á landi sé tekin að lækka. Frá því í júlí á síðasta ári hefur verðbólgan verið nokkuð stöðug á bilinu 9,3-10,2 prósent. Seðlabankinn hefur hækkað vexti gríðarlega mikið með 13 vaxtahækkunum síðustu 24 mánuði og hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósent í 8,75 prósent frá því í maí 2021.

Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að byggingarkostnaður hefur hækkað mikið vegna aukins fjármagnskostnaðar sem til fellur einmitt vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Samtök Iðnaðarins birtu á dögunum greiningu sem sýnir fram á að íbúðum í byggingu fækkar um 2/3 einmitt þegar húsnæðisskortur er alvarlegur og vaxandi. Ein helsta ástæða þessa er mikill kostnaðarauki vegna vaxtahækkana Seðlabankans.

Aðilar á markaði eru almennt sammála um að helsti drifkraftur mikilla verðhækkana á íbúðum undanfarin ár hefur verið skortur á framboði af húsnæði. Sá samdráttur í framboði húsnæðis sem Seðlabankinn framkallar með hávaxtastefnu sinni hleður að mati sérfræðinga í snjóhengju á húsnæðismarkaði sem mun á næstu árum valda enn meiri verðhækkunum á þeim markaði.

Húsnæðisliðurinn er svo stærsti einstaki undirliður vísitölu neysluverðs eins og hún er reiknuð hér á landi og því virðist ljóst að Seðlabankinn stuðlar að einhverju allt öðru en verðstöðugleika með grimmri vaxtastefnu sinni. Vaxtahækkanir valda hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar og því virðist ljóst að hávaxtastefna Seðlabankans veldur beinlínis aukinni verðbólgu hér á landi.

Er þá ótalið að fjármagnskostnaður hefur áhrif á afkomu allra fyrirtækja, til dæmis matvælaframleiðenda og smásala og því er óhætt að ætla að margföldun stýrivaxta síðastliðin tvö ár hafi einnig valdið kostnaðarhækkunum sem fara út í verðlag matvöru og annarra liða vísitölu neysluverðs þó að áhrifin þar séu ekki eins bein og á húsnæðisliðinn.

Verðbólgan hér er þrálát þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir en verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar hefur hjaðnað hratt á undanförnum mánuðum þó að vextir þar hafi hækkað lítið eða ekki – eða mögulega vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi