fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Segir ýmislegt benda til þess að íþyngjandi lög um jafnlaunavottun séu ekki að hafa nein áhrif

Eyjan
Fimmtudaginn 25. maí 2023 08:26

Diljá Mist Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ýmislegt benda til þess að lög um jafnlaunavottun, sem tóku gildi þann 1. janúar 2018, hafi haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Þetta kemur fram í aðsendri grein þingmannsins í Morgunblaðið í dag.

Í greininni fer Diljá stuttlega yfir tilgang laganna sem skyldar fyrirtæki og stofnanir, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að þess að sækja svokallaða jafnlaunavottun frá faggiltum vottunaraðila sem ætlað er að koma í veg fyrir að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf.

„Við þekkjum það vel að markmið stjórnvalda eru eitt og árangur svo annað. Ég lagði því fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um árangur framangreindra laga. Ég spurði m.a. að því hvort merkja mætti mælanlega breytingu á þróun kynbundins launamunar frá lögfestingunni. Ég spurði sömuleiðis hver munurinn væri á þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hefðu jafnlaunavottun og öðrum þegar kemur að kynbundnum launamun,“ skrifar Diljá.

„Þetta er undarleg fullyrðing“

Bendir hún á að samkvæmt rannsókn frá Hagstofu Íslands frá árinu 2021, sem beindist að þróun launamunar kynja 2008-2020, mældist ekki marktækur munur á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem höfðu fengið jafnlaunavottun og hinum sem hefðu ekki gert það.

Í svari Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi komið fram ekki mælist marktækur munur á þeim sem hlotið hafi jafnlaunavottun og öðrum en fullyrðir þó í svarinu að flest bendi til að þess að lögfestingin hafi haft áhrif á launamun kynja.

„Þetta er undarleg fullyrðing þar eð nákvæmlega ekkert virðist benda til þess í nýlegri rannsókn Hagstofunnar,“ skrifar Diljá Mist.

Hún bendir á að ferlið sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki enda taki undirbúningur undir jafnlaunavottunina tíma frá annarri starfsemi auk þess sem kostnaðurinn sé talsverður.  Mikilvægt sé að slíkar kvaðir séu ekki lagðar á fyrirtæki ef að árangurinn sé ekki ótvíræður.

Segir Diljá að frekari rannsókna sé þörf á árangri lagasetningarinnar, enda stutt frá innleiðingunni, en eftir sem áður bendir ýmislegt til þess að lögin séu ekki að virka sem skyldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka