fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Meiri vaxtahækkun en búist var við – torveldar líklega kjarasamninga

Eyjan
Miðvikudaginn 24. maí 2023 09:53

vaxtastefnu sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun upp á 1,25 prósent eru stýrivextir bankans 8,75 prósent, heilum átta prósentustigum hærri en þeir voru fyrir tveimur árum þegar bankinn hóf vaxtahækkunarferli sitt. Hafa stýrivextir nær tólffaldast á þessum tveimur árum.

Og ekki sér fyrir endann á þessum vaxtahækkunum vegna þess að peningastefnunefndin boðar enn frekari vaxtahækkanir í yfirlýsingu sinni í morgun.

Segir nefndin einkum mikilvægt nú að koma i veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið sé til mikillar spennu í þjóðarbúinu og hversu stutt er í næstu kjarasamningalotu.

Ólíklegt er þó að vaxtahækkun Seðlabankans hafi róandi áhrif á vinnumarkaði enda er vaxtabyrði af húsnæðislánum stór hluti útgjalda flestra heimila og því er líklegt að þessi vaxtahækkun leiði til aukinna kaupkrafna verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því yfir í gær að vaxtastefna Seðlabankans vari slík að við verðum núna að skoða upptöku annars gjaldmiðils en íslensku krónunnar.

Hækkun stýrivaxta nú er meiri en greiningardeildir gerðu ráð fyrir, en allir stóru bankarnir bjuggust við að hækkunin yrði eitt prósent en ekki 1,25 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?