fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Fjölgun ríkisstarfsmanna er dæmi um góðan árangur, segir fjármálaráðherra

Eyjan
Sunnudaginn 21. maí 2023 19:15

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, beindi spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra í Silfrinu á RÚV í dag. Hún gagnrýndi Bjarna fyrir lítið aðhald í ríkisfjármálum. Þegar Bjarni bar sig illa undir þeirri gagnrýni lýsti Þorgerður furðu sig á því að ráðherrann kvartaði undan slíkri gagnrýni.

Eins og Eyjan greindi frá fyrr í dag tókust Bjarni og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi samkvæmt öllum skoðanakönnunum á þessu ári, á í þættinum.

Fleira gerðist þó í þættinum. Má þar nefna að Þorgerður Katrín sagðist telja Samfylkinguna hafa stigið inn í gamalt handrit sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið um Evrópumálin. Átti hún þar við að eftir að Kristrún tók við formennsku setti hún Evrópusambandsaðild til hliðar og sagði velferðarmál og lífskjaramál verða í forgrunni.

Þorgerður sagði stærsta lífskjaramálið felast í að komast undan oki íslensku krónunnar sem ógnaði lífskjörum íslensks almennings.

Bjarni sagði stjórnmálabaráttuna síðastliðinn áratug hafa snúist um að berjast gegn því að Ísland gengi í ESB og stjórnarskránni yrði breytt eins og Samfylkingin hafi viljað.

Þorgerður Katrín sagði Pírata og Samfylkinguna hafa staðið í vegi fyrir því að meirihluti Alþingis skildi Sjálfstæðisflokk og Miðflokk eftir og tæki höndum saman um breytingar á stjórnarskrá til dæmis um að setja inn umhverfis- og auðlindaákvæði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók þátt í umræðunni í gegnum síma frá Helsinki. Hann gaf lítið fyrir tal Bjarna Benediktssonar um að ríkisstjórnin hefði stóraukið útgjöld til velferðarmála og til að bæta hag hinna verst settu. Sagði Sigmundur að ekki mætti rugla saman útgjöldum og árangri.

Bjarni lagði áherslu á að útgjaldaaukningin hefði verið að sviði velferðarmála og heilbrigðismála, til dæmis hefði ríkisstarfsmönnum fjölgað mikið í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller