fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Rannsóknarlögreglumaður þóttist vera blaðamaður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. maí 2023 10:24

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildin birti í morgun frétt þar sem sagt er frá því að Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafi sent listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, tölvupósta. Í tölvupóstunum sagðist Gísli vera sjálfstætt starfandi blaðamaður. Sendi Gísli Oddi póstana til að leita upplýsinga um gjörning sem snerist um að listamaðurinn setti upp vefsíðu í nafni Samherja þar sem beðist var afsökunar á framferði fyrirtækisins í Afríku auk þess að senda út sams konar fréttatilkynningu í nafni þess.

Sjá einnig: Listamaðurinn ODEE stígur fram og lýsir yfir ábyrgð á fölsku afsökunarbeiðni Samherja

Aðspurður sagðist Oddur að honum hefði ekki fundist þetta óþægilegt heldur fremur áhugavert.

Heimildin náði sambandi við Gísla og spurði hvers vegna hann hefði villt á sér heimildir með slíkum hætti. Gísli sagðist eingöngu hafa verið að kanna hver stæði á bak við síðuna. Aðspurður sagðist hann ekki hafa verið með málið til rannsóknar en um „eitthvað svona“ berist tilkynningar og slík tilkynning hafi borist um síðuna.

Gísli sagðist með því að hafa sagst, í tölvupóstunum,  starfa sem blaðamaður ekki hafa verið að gera tilraun til að „fela þetta neitt sérstaklega“. Hann bætti því við að hann skrifaði greinar í blöðin.

Þess má einnig geta að Gísli hefur sent frá sér tvær bækur um viðfangsefni tengd síðari heimsstyrjöldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni