fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn Már segir ODEE hafa gert tilraun til að hafa fé af Samherja

Eyjan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 13:47

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Vilhelmsson, forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann greinir frá því að listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, ODEE, hefi reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni með fölskum upplýsingum gegn greiðslu frá fyrirtækinu.

Í morgun var greint frá því að ODEE væri á bak við falsaða heimasíðu Samherja í Bretlandi þar sem látið var líta út fyrir að Samherji bæðist afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu.

Því sé það ekki rétt sem listamaðurinn hafi haldið fram að einungis hafi verið um listrænan gjörning að ræða.

Segir Þorsteinn Samherja munu gera kröfu um að fölsuðu heimasíðunni verði lokað og þessi misnotkun verði ekki látin viðgangast.

Hér á eftir fer bréf Þorsteins í heild:

Ágæta samstarfsfólk.

Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hefur falsfréttum í nafni Samherja verið dreift að undanförnu.

Sett var upp heimasíða í Bretlandi, í nafni og með myndmerki félagsins og fréttunum dreift þaðan.

Nú hefur einstaklingur lýst verkinu á hendur sér og segir það hluta af listgjörningi.

Við hjá Samherja, getum ekki unað misnotkun af þessu tagi. Sú afstaða okkar hefur ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera heldur endurspeglar einungis skýlausan rétt okkar og skyldu til að vernda vörumerki félagsins. En það höfum við byggt upp af kostgæfni á undangengnum fjórum áratugum um allan heim.

Þá er rétt að greina frá því að í þessari misnotkun fólst ekki einungis listrænn tilgangur eins og höfundur heldur fram, því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja.

Samherji mun gera kröfu um að umræddri heimasíðu verði lokað og þessi misnotkun verði ekki látin viðgangast.

Ég tel rétt að láta ykkur vita af þessu.

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka