fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Listamaðurinn ODEE stígur fram og lýsir yfir ábyrgð á fölsku afsökunarbeiðni Samherja

Eyjan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um viku síðan sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að óprúttnir aðilar hefðu sent falsaða fréttatilkynningu í nafni Samherja á erlenda fjölmiðla. Höfðu sömu aðilar sett upp falska heimasíðu í nafni fyrirtækisins, en heimasíðan er hýst í Bretlandi.

Samherji sagði að hvorki heimasíðan né fréttatilkynningin hefðu tengsl við fyrirtækið eða starfsmenn þess. Svo virtist sem að um skipulagða árás væri að ræða sem fyrirtækið tæki mjög alvarlega.

Í umræddri fölsku fréttatilkynningu virtist Samherji vera að biðjast afsökunar á sínum hlut í Namibíumálinu svonefnda og lofaði samstarfi við namibísk stjórnvöld.

Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja, tjáði Eyjunni í síðustu viku að fyrirtækinu hefðu borist upplýsingar um síðuna og tilkynninguna og greinilegt væri að talsverð vinna og fagþekking liggi að baki hennar þar sem birtar eru meðal annars upplýsingar um flota fyrirtækisins og framleiðslu, auk þess sem hægt sé að sækja þar um störf.

Sjá einnig: Fölsuð fréttatilkynning og heimasíða í nafni Samherja – beðist afsökunar og heitið samvinnu við namibísk stjórnvöld

Mynd/ODEE

Listamaðurinn stígur fram

Nú hafa átt sér stað nýjar vendingar í málinu. En íslenski listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem ODEE, hefur stigið fram sem aðilinn á bak við fölsku fréttatilkynninguna og áðurnefnda heimasíðu.

Hann segir í fréttatilkynningu í að fjöldi fjölmiðla víða um heim hafi fjallað um málið, innihald afsökunarbeiðninnar og viðbrögð Samherja. Samherji hafi strax neitað að standa að baki afsökunarbeiðninni og sagst vera þolandi árásar. Hafi einhverjir fjölmiðlar haldið því fram að hópur hakkara eða eftirherma væru á bak við málið. En það sé rangt. Þetta sé afrakstur vinnu Odds.

Hafi vefsíðan Namibian Fact Check lýst því yfir að umrædd heimasíða væri fölsuð, en sá miðill hafi ekki haft samband við Odd þó svo að slíkt hafi verið hægt á grundvelli upplýsinga sem komu fram bæði í fréttatilkynningunni og á heimasíðunni.

„„We’re Sorry“ er titill gagnvirks hugverks og gjörnings sem samherji.co.uk er óaðskiljanlegur hluti af, þetta er meira en bara listræn tjáning – þetta táknar djúpa eftirsjána sem Namibíubúar eiga réttilega skilið frá Íslandi eftir hörmulegar gjörðir Samherja hf. í Namibíu.

Sem listamaður og Íslendingur bið ég Namibíu afsökunar fyrir hönd allrar íslensku þjóðarinnar. Við stöndum saman í fordæmingu okkar á misnotkuninni sem hefur verið afhjúpuð. Þetta skammarlega mál hefur skilið eftir ljótan blett í sögu þjóðar okkar sem má leggja að jöfnu við heimsvaldastefnu einkaaðila gegn fullvalda ríki. Reiðin og skömmin enduróma um alla þjóð okkar.“

Mynd/ODEE

Gjörningurinn lokaverkefni í Listaháskólanum

Oddur segir að þeir sem hafi grætt á málinu ættu að missa allan sinn auð, bæði hér á landi sem og erlendis. Kallar Oddur eftir því að hreinsað verði til í skattaskjólum og stolnum peningum skilað aftur til Namibíu, sem eigi skilið afsökunarbeiðni.

„Öll Íslenska þjóðin áttar sig á ábyrgð sinni og skuldbindur sig til að skila því sem var tekið og sækjast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum öll í sameiningu leyft þessu að viðgangast. Við leyfðum þessum aðilum að vera með starfsemi í Namibíu þar sem þeir gerðust hömlulausir og rændu og rupluðu.“

Oddur segir að forsvarsmenn Samherja og aðrir Íslendingar sem áttu hlut að Namibíumálinu ættu að vera drengir til ábyrgðar, ákærðir og hnepptir í fangelsi. Þess í stað séu þessir aðilar að njóta góðs af brotum sínum. Hafi fyrirtækið haft þrjú ár til að koma illafengnum gróða sínum í skattaskjól og þar með tryggt arðbæra framtíð sína sem og afkomenda sinna á kostnað Namibíu. Telur Oddur að þessa aðila ætti að svipta ríkisborgararétt hér á landi og framselja til Namibíu svo þeir geti horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Eigi Namibía stuðning íslensku þjóðarinnar skilið.

Gjörningurinn er lokaverkefni Odds í Listaháskóla Íslands og verður til sýningar á listasafni Reykjavíkur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ODEE vekur athygli fyrir gjörning sem þennan. En árið 2020 setti hann í loftið vefsíðuna momair.is sem virtist vera vefsíða nýs flugfélags sem lofaði ókeypsi flugi í eitt ár. Útlit síðunnar líktist mjög hönnun WOW air sáluga og M-in í MOM virtist vera W á hvolfi með sömu stafagerð og í merki WOW air.

Átti að afhjúpa á sérstökum blaðamannafundi hver stæði á bak við félagið nokkrum dögum síðar en fyrir það grófu fjölmiðlar upp Odee væri á bak við gjörninginn þó að hann þvertæki fyrir aðkomu sína fyrst um sinn.

Hann viðurkenndi það þó um síðir og reyndist gjörningur vera hluti af verkefni hans í Listaháskóla Íslands. Segja má að gjörningurinn hafi heppnast vel því á skömmum tíma hafði hann fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum auk alþjóðlegrar umfjöllunar.

Á síðasta ári vakti svo athygli vefsíða sem boðaði komu veitingastaðarins Wendy’s til Íslands. Aftur neitaði Oddur að standa þar að baki en við skoðun á léninu kom í ljós að það var skráð á einstaklinginn OEF3-IS sem var sami aðili og var skráður fyrir heimasíðu MOM air sem og heimasíðu Odds sjálfs.

Sjá einnig: Odee segir að Wendys á Íslandi sé ekki gjörningur – „Ég var bara ráðinn til þess að hjálpa þeim með þessa heimasíðu“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð