fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Ragnar Þór blæs í herlúðra – „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni“

Eyjan
Mánudaginn 1. maí 2023 08:50

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verkalýðshreyfingin hafi, þrátt fyrir úrtölur, aldrei verið í betri formi en nú til að sækja fram og sækja kjarabætur fyrir launþega. Ástæðan sé sú að slitið hafi verið á tengsl við valdablokkir samfélagsins.

„Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér,“ skrifar Ragnar Þór í aðsendri grein á Vísi, í tilefni af 1. maí, sem ber yfirskriftina Rísum upp.

Ragnar Þór er herskár í greininni og boðar að atvinnurekendur eigi von kraftmiklum mótaðila í komandi viðræðum.

„Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin hjakkaði með tebolla í hönd í hjólfari meðvirkni og hræðslu þá mun það ekki gerast á okkar vakt.

Í eftirmálum hrunsin gat verkalýðshreyfingin ekki gengið upp lágreistan stiga án þess að mæðast og gefast upp. Í dag höfum við úthald og kjark, áræðni og dug til að taka slaginn fyrir alvöru. Og við munum gera það! Við höfum sjaldan eða aldrei verið í betra formi til þess,“ skrifar Ragnar Þór.

Spillingin sé sjálfnærandi

Hann hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í kröfugöngu í dag og segir að fleiri aðgerðir séu yfirvofandi.

„Við munum láta til skarar skríða fljótlega. Við munum mótmæla á Austurvelli og við munum mótmæla fyrir framan Seðlabankann og við munum mótmæla hvar og hvenær sem þurfa þykir. Við munum leggja niður störf og við munum gera það sem þarf til að snúa þessari ríkisstjórn og Seðlabankanum af braut eyðileggingar og kúgunar. Okkur mun takast þetta með samtakamætti okkar allra,“ skrifar formaðurinn og klikkir út með eftirfarandi orðum:

„Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður