Deilan að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar.
„Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningunni.
Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí. Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní þessum tíu sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða jafnvel fleiri hópar undir.