fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Eykt hlýtur Umhverfisverðlaun Terra

Eyjan
Laugardaginn 29. apríl 2023 12:04

Gunnar Friðriksson, viðskiptastjóri Terra umhverfisþjónstu, Valgerður S. Vigfúsdóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar Terra umhverfisþjónustu, og Heiðdís Búadóttir, umhverfisstjóri Eyktar, við afhendingu umhverfisverðlaunanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eykt ehf hefur hlotið umhverfisverðlaun Terra umhverfisþjónustu 2022 fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í umhverfismálum.Nú um síðastliðin áramót tóku í gildi lagabreytingar sem skikka fyrirtæki til að flokka úrganga í sjö flokka, en þess má geta að hjá Eykt þurfti enga lagabreytingu til að bæta flokkun þar sem fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á  þennan málaflokk. Mikil áhersla er lögð á úrgangsstjórnun hjá fyrirtækinu og starfar það eftir ISO9001 gæðastaðli. Eykt hefur náð þeim eftirtektarverða árangri að ná endurvinnsluhlutfallinu í rúmlega 90% og er markmið þeirra að ná enn betri árangri á árinu.„Terra umhverfisþjónusta vill hvetja fólk og fyrirtæki til þess að flokka og endurvinna betur. Úrgangur er ekki bara úrgangur heldur er um verðmæti að ræða sem er mikilvægt að fara vel með og ná honum aftur inn í hringrásarhagkerfið. Umhverfisverðlaunin er hvatning til að gera betur. Hlutverk Terra umhverfisþjónustu er að vinna með fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum, sem þjónustuaðili og ráðgjafi. Við komum síðan að söfnun úrgangs og komum honum í réttan farveg til endurnýtingar og endurvinnslu,“ segir Valgerður S. Vigfúsdóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar Terra umhverfisþjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?