fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Eyjan

Ásthildur Lóa ómyrk í máli: Ekkert annað en glæpur gegn fólkinu í landinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 12:00

„Hvað er það, að koma þúsund¬um heim¬ila á von¬ar¬völ með mark¬viss¬um hætti, annað en glæp¬ur? Glæp¬ur sem mætti líkja við landráð. Hvað er þetta annað?,“ spyr Ásthildur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir að vaxtahækkanir undanfarna mánuði séu ekkert annað en glæpur gegn fólkinu í landinu. Ásthildur er ómyrk í máli í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Stund­um er gagn­legt að rýna í sög­una. Sem bet­ur fer höf­um við tekið fram­förum á ýms­um sviðum, ekki hvað síst á þeim sem snúa að mann­rétt­ind­um og rétt­ind­um ein­stak­linga,“ segir Ásthildur Lóa meðal annars og rifjar upp að á síðustu öld hafi verkalýðsfélög risið upp til að tryggja að atvinnurekendur gætu ekki í krafti yfirburðastöðu sinnar misboðið eða brotið á einstaklingum.

Staðan ekki betri á öllum sviðum

„Í þessu skyni voru sett lög um atriði eins og vinnu­tíma, veik­inda­rétt og or­lof auk þess sem reglu­lega er samið um kaup og kjör. Við get­um deilt um hversu vel hafi tek­ist til því alltaf má gera bet­ur, en því verður ekki á móti mælt að staðan er mun betri en hún var áður en verkalýðsfé­lög voru stofnuð,“ segir Ásthildur Lóa og bætir við að þannig eigi það að vera.

Ásthildur Lóa segir að nú þegar við erum komin vel inn á 21. öldina ættum við að vera betur varin fyrir kúgun „hinna ríku og sterku“ en við vorum á þeim tíma.

„En svo er því miður ekki á öll­um sviðum og það á t.d. við um stöðu neyt­enda, heim­il­anna í land­inu, gagn­vart fjár­mála­stofn­un­um. Við erum að horfa upp á eitt­hvert mesta vaxta­brjálæði síðari tíma um þess­ar mund­ir þar sem stýrivextir Seðlabank­ans hafa verið hækkaðir 12 sinnum á skömm­um tíma.“

Þúsundum heimila fórnað

Ásthildur Lóa bendir á að fórnarlömb þessara aðgerða séu heimili landsins, sérstaklega þau sem minnst eiga og mest skulda, nákvæmlega þeir hópar þjóðfélagsins sem síst geta staðið undir þessum álögum.

„Það er kald­hæðnis­legt og eig­in­lega sorg­legt að ekki hefði verið hægt að leggja þessa háu vexti á fast­eignalán fyr­ir miðja síðustu öld, en núna árið 2023 er, þrátt fyr­ir all­an okk­ar skiln­ing á mann­rétt­ind­um og friðhelgi heim­il­is­ins, enn og aft­ur verið að fórna þúsund­um heim­ila á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna.“

Ásthildur rifjar upp að fyr­ir miðja síðustu öld hafi vext­ir yfir 6% skil­greind­ir verið sem okur, líka á fast­eignalán­um.

„Vext­ir á óverðtryggðum fast­eignalán­um bank­anna eru núna frá 9% og upp í 10,64% fyr­ir viðbót­ar­lán. Lát­um það síast aðeins inn. Hvað breytt­ist? Af hverju er eng­in skil­grein­ing á ok­ur­vöxt­um til í dag? Hversu langt má ganga í vaxta­hækk­un­um áður en hægt er að tala um ok­ur­vexti?“

Veltir hún fyrir sér hvort ríkið eða stofnanir þess geti fært til mörk að geðþótta þótt þau gangi gegn hagsmunum fólksins sem þessir aðilar eiga að vernda.

„Ég vil kalla vaxta­hækk­an­ir und­an­far­inna mánaða glæp gegn fólk­inu í land­inu. Það get­ur vel verið að glæp­ur­inn sé fram­inn í skjóli laga og verði þannig aldrei skil­greind­ur sem slík­ur, en hvað er það, að koma þúsund­um heim­ila á von­ar­völ með mark­viss­um hætti, annað en glæp­ur? Glæp­ur sem mætti líkja við landráð. Hvað er þetta annað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“

Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga