fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Þessi eru nefnd til sögunnar sem eftirmenn Halldórs Benjamíns hjá Samtökum atvinnulífsins

Eyjan
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok mars hætti Halldór Benjamín Þorbergsson, nokkuð óvænt, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og réð sig í starf forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. Síðan þá hafa miklar vangaveltur verið um hver muni taka við starfinu og eru sum nöfn sögð líklegri en önnur.

Svanhildur og Heiðrún Lind líklegar

Tvær konur hafa verið mest í umræðunni varðandi starfið en það eru annars vegar Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Skyldi engan undra að þær stöllur séu orðaðar við starfið. Þær eru báðar lögfræðimenntaðar, hafa reynslu af störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og afar sjóaðar í samskiptum við fjölmiðla sem geta orðið stór hluti starfsins eins og sannast hefur þegar kjarasamningsviðræður fara í hnút. Í glímunni fyrir framan myndavélarnar geta hver mistök orðið dýrkeypt.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Telur ættartengslin skipta máli

Önnur sem nefnd hefur verið til sögunnar er Anna Hrefna Ingimundardóttir, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna. Anna Hrefna hefur mikla reynslu og þekkingu á störfum SA en í pistli Ólafs Arnarsonar á Hringbraut á dögunum var því velt upp að ættartengsl hennar gætu skipt máli í baráttunni um stólinn. Vísaði Ólafur þar í að Anna Hrefna er náfrænka Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins en þau eru bræðrabörn. Aðrir séu þó á því að slík tengsl geti flækt málin í hatrömmum samningaviðræðum.

Annað nafn sem var nefnt til sögunnar í frétt Hringbrautar í dag er nafn Jens Garðars Helgasonar, framkvæmdastjóra fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Jens Garðar situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann var um langt skeið formaður samtakanna. Þá hefur hann reynslu af því að gegna embætti varaformanns SA. Þá segir í fréttinni að miklu máli skipti að Jens Garðar sé mannasættir og hafi ýmislegt til brunns að bera sem geti nýst vel í hinu róstursama starfi.

Jens Garðar Helgason Mynd/SFS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?