fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Ráðning Seðlabankans á sjálfbærnisérfræðingi vekur gagnrýni – „Hvað finnst fólki um þetta?“

Eyjan
Föstudaginn 7. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega réð Seðlabanki Íslands Tinnu Hallgrímsdóttur, fráfarandi formann Ungra umhverfissinna, í starf loftslags- og sjálfbærnisérfræðings. Seðlabankinn segir ráðninguna vera tímabundna en Tinna fær 950 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Ráðningin hefur vakið nokkra gagnrýni, meðal annars hjá Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptablaðamanni hjá Morgunblaðinu, sem segir að þessi ráðstöfun stingi í stúf við þann málflutning Seðlabankans að ríkissjóður og almenningur þurfi að rifa seglin til að draga úr spennu í hagkerfinu. Stefán spyr hvort einhver ástæða sé til að taka mark á Seðlabankanum eftir þessa ráðstöfun. Hann vill vita hvað fólki finnst um þessa ákvörðun. Hann segir á Facebook-síðu sinni:

„Seðlabanki Íslands kallar eftir því að ríkissjóður dragi úr útgjöldum sínum og þar með úr spennu, m.a. á vinnumarkaði. Seðlabankastjóri segir fólk eyða of miklu (af sínu eigin fé) og að fólk þurfi að rifa seglin.

Svo snýr hann sér við og ræður til bankans sérfræðing í sjálfbærnimálum sem á að taka þau málefni fyrir hönd stofnunarinnar föstum tökum (Seðlabankinn hefur engu hlutverki að gegna þegar kemur að sjálfbærni eða umhverfisvernd).

Í starfið er ráðinn einstaklingur, tímabundið en án auglýsingar, nýútskrifaður einstaklingur með sérþekkingu á efninu. Launakjörin. 950 þúsund krónur á mánuði. Kostnaður bankans er því um 1.150 þúsund á mánuði eða tæpar 14 milljónir næsta árið.

Hvað finnst fólki um þetta? Í fyrsta lagi öllu fólki á almennum vinnumarkaði sem ekki fær milljón á mánuði strax að námi loknu? Eða bara fólkinu sem borgar alla þessa skatta, bæði af launum og vöru og þjónustu? Hvað finnst fyrirtækjaeigendunum sem skapa störfin í landinu og stýra fyrirtækjunum sem skapa verðmætin í samfélaginu?

Hefur fólk einhverja ástæðu til að taka mark á Seðlabanka Íslands, sem gengur fram með þessum hætti?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum