fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Eyjan

Arnar Þór ráðinn framkvæmdastjóri SÍS

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Arnar Þór hefur starfað sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra frá árinu 2021 og aðstoðarmaður félags- og barnamálaráðherra á árunum 2018-2021. Sem aðstoðarmaður hefur hann komið að margvíslegri stefnumótun, til dæmis á ráðuneytunum, framhaldsskólum og verknámi á Íslandi, stefnumótun á sviði húsnæðismarkaðar, almannatrygginga, vinnumarkaða, málefnum barna og að gerð Lífskjarasamnings á vinnumarkaði 2019-2022. Arnar Þór er formaður stýrihóps stjórnvalda um byggingu þjóðarleikvanga.

Þar áður starfaði Arnar Þór sem bæjarstjóri Blönduósbæjar frá árunum 2007-2018, þar kom hann meðal annars að byggingu sundlaugar, stofnun Textílseturs Íslands, stofnun Þekkingarsetursins á Blönduósi og undirbúningi og uppbyggingu gagnavers á Blönduósi. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Símanum á árunum 2002-2006 og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu á árunum 1999-2001. Arnar Þór er með Cand. Jur frá Háskóla Íslands og réttindi til starfa sem héraðsdómslögmaður og með próf í verðbréfaviðskiptum. Arnar Þór er giftur Gerðu Betu Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Hann mun hefja störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í maí.

„Við bjóðum Arnar Þór hjartanlega velkominn til starfa. Arnar Þór hefur starfað í stjórnsýslunni bæði sem bæjarstjóri og aðstoðarmaður ráðherra og hefur mikla reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í þeim verkefnum sem eru framundan hjá Sambandinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“