fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Titringur innan Heimdallar: Ungmennum boðið í bjór fyrir að skipta um lögheimili

Eyjan
Mánudaginn 3. apríl 2023 14:30

Páll Orri er í framboði til formanns. Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra eru tilbúnir að gera ýmislegt til að veiða atkvæði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titringur er sagður vera innan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna aðalfundar félagsins í kvöld.

Þá má vænta þess að harður slagur verði um embætti formanns félagsins en þar takast á Júlíus Viggó Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sambands íslenskra framhaldsskólanema og Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði.

Fréttavefur Hringbrautar birti í dag frétt um formannsslaginn og hvatningu sem birtist í Snapchat-hópi á vegum Páls Orra í síðustu viku.

„Páll Orri er að bjóða sig fram í formann Heimdallar

Kosið er á mánudaginn 3. apríl kl. 20:30 í Valhöll – hægt er að skrá sig í flokkinn á xd.is. Þarf að breyta lögheimili, tekur 1 mín, á skra.is

Breyta í þetta heimilisfang

[…]

BESTI PARTURINN við að gera þetta einfalda concept. Beer á Skugga á föstudaginn!“

Hringbraut hefur eftir heimildarmanni sínum að meðlimir í umræddum Snapchat-hópi séu margir hverjir aðeins 16-17 ára gamlir. Þá er bent á að heimilisfangið sem er gefið upp er heimilisfang einstaklings sem er í stjórnarframboði Páls Orra.

Í fréttinni er rifjað upp að oft séu mikil átök um völdin í Heimdalli eða SUS og þau rati gjarnan í fjölmiðla. Þannig séu fræg SUS-þingin þar sem flugvélafarmar af atkvæðum hafa verið fluttir á kjörstað og fulltrúar framboða hafi mætti með seðlabúnt til að greiða félags- og fundargjöld fyrir hópinn.

„Maður veit að það er komið vor þegar heyrist í lóunni og ungir sjálfstæðismenn bjóða upp á lögheimilisskipti og bjór fyrir fyrir ungmenni,“ hefur Hringbraut eftir einum viðmælanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu