fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Eyjan
Mánudaginn 20. mars 2023 14:30

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson segir íslensk stjórnvöld mismuni umsækjendum um alþjóðlega vernd hérlendis. Vísar dómsmálaráðherrann fyrrverandi þar í meðhöndlun íslenskra stjórnvalda á fólki frá Úkraínu og Venesúela sem tekið er opnum örmum hér á landi á meðan fólk frá öðrum stríðshrjáðum löndum fær ekki sömu meðferð. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ögmunds sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Segir Ögmundur að fólk sem NATO-ríki telji skjólstæðinga sína fái aðrar viðtökur en þeir sem eigi ekki þennan öfluga bakhjarl.

„Þannig er fólk frá Úkraínu og Venesúela boðið velkomið án þess að aðstæður hvers og eins séu teknar til skoðunar. Fólk sem kemur annars staðar frá, jafnvel frá átaka- og hörmungarsvæðum, fær hins vegar allt aðrar móttökur. Þá er lagst ítarlega yfir persónulegar aðstæður og kannað hvort viðkomandi sæti í raun og veru ofsóknum í heimalandi sínu eða sé raunveruleg hætta búin,“ skrifar Ögmundur.

Ósvífin fullyrðing væri hún ekki sönn

Bendir hann á að íslensk stjórnvöld líti svo á að allir íbúar Venesúela búi við lífshættuleg skilyrði vegna stjórnarfarsins í heimalandinu en Ögmundur bendir á að um sé að ræða hápólitíska ákvörðun sem byggi á forskrift bandarískra yfirvalda.

„Þetta væri ósvífin fullyrðing væri hún ekki sönn, beinlínis skjalfest í rökstuðningi íslenskrar stjórnsýslu. Í greinargerð kærunefndar útlendingamála frá 18. júlí síðastliðnum þar sem fjallað er um hælisleitendur frá Venesúela er ítarlegur pólitískur kafli um stjórnmálaþróun í Venesúela, samhljóða álitsgerðum bandarísku utanríkisþjónustunnar og stofnunum sem þjóna henni, og jafnframt áþekkur skrifum sem stundum má sjá um flóttann frá „sæluríkjum sósíalismans“ eins og það er kallað í háðungarskyni um ríki sem reyna að endurheimta auðlindir lands síns frá alþjóðlegu auðvaldi; er síðan refsað með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahaginn, innviðir lagðir í rúst og áður en yfir lýkur mannréttindin einnig skert þegar aðförin að þeim verður blóðug og þau grípa til varna,“ skrifar Ögmundur.

Hann fer svo í löngu máli yfir hvernig að hans mati Bandaríkjamenn og samherjar þeirra hafi „ofsótt“ stjórnvöld í Venesúela eftir að Hugo Chavez var kjörin forseti árið 1999 en ástæðan hafi verið sú að hann hafi freistað þess að ná olíuauðlindum landsins úr klóm erlendra auðhringja. Í ljósi þess, segir Ögmundur, sé merkilegt að þessir aðilar stilli siðferðiskompás íslenskra stjórnvalda.

Óttast að fólk hafi verið rekið út í opinn dauðann

„Framangreindar ábendingar og hugleiðingar hafa ekkert með það að gera hvort hingað eigi að bjóða velkomið fólk til að lifa og starfa á Íslandi, heldur um grunn hæliskerfisins. Alþjóðleg vernd er byggð á flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem var samþykktur eftir seinna stríð. „Aldrei aftur“ var þá viðkvæðið og fólk skyldi njóta verndar til skjóls væri það á flótta undan ofsóknum og stríði. Við eigum að standa við þessar skuldbindingar og gera það vel. En við eigum líka að verja þessa skipan fyrir misnotkun. Þegar ríkisborgarar ákveðinna ríkja eru teknir fram fyrir aðra á pólitískum forsendum þá er það misnotkun. Ég segi þetta allt að gefnu tilefni. Ég hef nefnilega horft upp á einstaklinga og fjölskyldur annars staðar frá rekið úr landi og að því er ég óttast, út í opinn dauðann. Þetta fólk á sér hins vegar engan bakhjarl í ráðandi öflum veraldar. Og það eru þau öfl sem stilla mannréttindakompás íslenskra stjórnvalda,“ skrifar Ögmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna