fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Eyjan
Miðvikudaginn 15. mars 2023 13:31

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn formaður VR eftir hatramma kosningabaráttu við Elvu Hrönn Hjartardóttur, starfsmann VR. Vísir greinir frá.

Hlaut Ragnar Þór 57,03% at­kvæða en Elva Hrönn hlaut um 39,44% atkvæða.

Ragnar Þór hefur verið formaður VR síðan 2017. Hann hefur einu sinni áður fengið mótframboð, en hann lagði Helgu Guðrúnu Jónsdóttur í formannsslag árið 2021.

Samhliða formannskosningunni fór fram stjórnarkjör í félaginu þar sem kjörnir voru sjö stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír varamenn til eins árs.

Eftirfarandi voru kjörin í stjórn VR til tveggja ára:

  • Halla Gunnarsdóttir
  • Sigurður Sigfússon
  • Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
  • Ólafur Reimar Gunnarsson
  • Jennifer Schröder
  • Þórir Hilmarsson
  • Vala Ólöf Kristinsdóttir

Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin voru kosin varamenn í stjórn til eins árs.

Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn. Alls voru sextán manns sem buðu sig fram til stjórnar í VR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður