fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Sigrún Brynja er nýr ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneyti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. mars 2023 13:10

Sigrún Brynja Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi.

Sigrún Brynja er með Candjur próf í lögfræði og alþjóðlega IMPA D-vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri á skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá árinu 2022.

Áður hafði Sigrún Brynja gegnt embætti skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá árinu 2016. Starfaði hún þar á undan sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis í átta ár.

Alls bárust sjö umsóknir um embættið sem var auglýst þann 27. desember en umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar.  Hæfnisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda, sem voru:

  • Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri
  • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri
  • Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
  • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtal og niðurstaðan eftir ráðningarviðtölin var sú að Sigrún Brynja væri hæfust umsækjenda til að taka við starfi ráðuneytisstjóra. Byggist það á sjálfstæðu mati ráðherra, að teknu tilliti til greinargerðar hæfnisnefndar, á starfsreynslu umsækjenda, menntun, forystuhæfileikum, leiðtogahæfni, frammistöðu í ráðningarviðtölum, og almennri stjórnunarreynslu.

Skipað er í starf ráðuneytisstjóra til fimm ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi