fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Efling boðar ekki til frekari verkfalla

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 11:30

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Eflingar ákvað á fundi sínum í gær 22.2 að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu (hótel, öryggisgæsla og ræstingar). Félagsmenn á þessum vinnustöðum fara því ekki í verkföll að svo stöddu.

Segir í tilkynningu á vef Eflingar að með verkbanni hafi Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða.

Þær verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar munu halda áfram með óbreyttum hætti. Félagsmenn hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu halda því áfram í verkfalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa