fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

33 þúsund skannanir daglega

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að nýtt greiðslukerfi Strætó, Klappið, var tekið í notkun fyrir rúmlega ári síðan hafa verið virkjaðir hátt í hálf milljón aðganga og daglegar skannanir hlaupa á tugum þúsunda. Virkjaðir notendaaðgangar sem eru opnir í Klapp kerfinu í dag eru 473.888 talsins miðað við tölur teknar saman þann 6. febrúar síðastliðinn eins og segir í tilkynningu frá Strætó.

Frá því að kerfið var tekið í notkun, 16. nóvember 2021, hefur 63.541notendaaðgöngum verið eytt, þar sem um var að ræða til dæmis tvöfaldar skráningar eða nafnlausa eða auðkennda aðganga sem eytt var eftir notkun.

Mynd: Skjáskot Strætó.

Stóðst kostnaðaráætlun

Ákveðið var að ráðast í gerð nýs greiðslukerfis með FARA sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur reynslu af því að setja upp samskonar greiðslukerfi fyrir fyrirtæki í almenningssamgöngum. Í byrjun komu fram ákveðnir hnökrar sem þurfti að bregðast við, en kerfið er í stöðugri þróun þar sem þarfir viðskiptavina Strætó eru ávallt settir í forgang og framundan eru margar nýjungar og uppfærslur í kerfinu sem spennandi verður að segja frá á komandi mánuðum. Samkvæmt tilkynningunni stenst verkefnið upphaflega kostnaðaráætlun en farið var í útboð skv. opinberum kaupum á EES svæðinu.

Kerfið legið niðri sex sinnum

Kerfið hefur legið niðri sex sinnum síðastliðna sex mánuði og bilunin varað frá tæpum 30 mínútum til tveggja klukkutíma. Undantekningin frá þessu var 18. október sl. þegar viðskiptavinir gátu ekki keypt nýjar vörur en það stóð yfir í rúmlega tíu klukkustundir sem skýrist af því að nóttin var þar inn í. Uppitími er þrátt fyrir það afar góður, eða yfir 99.99%.

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu í Klapp kerfinu er hæst yfir sumarmánuðina en í hverjum mánuði er erlend kortavelta að meðaltali um 13% af heildarkortaveltu 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður