fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Ráðleggur félagsfólki í Eflingu að losa sig við Sólveigu Önnu

Eyjan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 10:00

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið vill forystu Eflingar burt ef marka má skoðanadálkinn Staksteina í morgun. Hörð verkfallsvarsla Eflingar undanfarið hefur vakið mikla athygli og verið umdeild. Í vikunni kom Sólveig Anna kröftugum skilaboðum á framfæri við gesti Íslandshótela og sagði verkfallsbrot vera framin þar. Verkfallsverðir höfðu sig síðan í frammi gagnvart ráðherrum ríkisstjórnarinnar er þeir komu af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í gær, föstudag. Hefur þessi framganga vakið ýmist aðdáun eða reiði.

Athygli vakti að ASÍ ályktaði, að virtist gegn aðgerðunum, og varaði við fúkyrðum og hatri. Sólveig Anna svaraði þeirri ályktun kröftuglega í gær. En Staksteinar segja:

„Það þarf töluvert til að Alþýðusambandið setji ofan í við þá sem heyja kjarabaráttu en það var full ástæða til í gær. Í ályktun hvetur ASÍ til stillingar og varar við því að kjaradeilur séu túlkaðar á þann veg „að réttmætt sé að ausa fúkyrðum og hatri yfir þau sem að þessum verkefnum koma“. Þá segir í ályktuninni að ótækt sé „að ágreiningur sé nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka.““

Dálkahöfundurinn segir að öllum blöskri framganga forystu Eflingar og að félagsmenn Eflingar verði að grípa í taumana og losa sig við forystuna:

„Forysta Eflingar, með stuðningi örfárra félagsmanna, hefur gengið fram af slíku offorsi að öllum ofbýður. Almennt orðbragð er óboðlegt, árásirnar á ríkissáttasemjara og viðmælendur sömuleiðis, en eftir að verkfall hófst hefur framkoman versnað enn. Formaður Eflingar fór inn á hótel og áreitti þar gesti og var með óviðeigandi athugasemdir við starfsmenn. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Höfuðið var svo bitið af skömminni með því að gera aðsúg að ráðherrum ríkisstjórnarinnar og hafa í frammi ógnandi hegðun sem aldrei á að líðast. Almennir félagsmenn Eflingar verða að taka í taumana og losa sig við forystu sem með framgöngu sinni hefur skaðað þá stórkostlega, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig orðsporið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður