fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

„Mikil er skömm þessara manna“ 

Eyjan
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 13:57

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að lögmenn Samtaka atvinnulífsins (SA) hafi aftur í dag mætt til að aðstoða eigendur og yfirmenn á hótelum Íslandshótela, þar sem verkfall stendur nú yfir hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa á hótelunum, við að stunda verkfallsbrot.

Hún vekur athygli á þessu á Facebook.

„Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot. hér má sjá þá á Fosshótel Reykjavík, einu stærsta hóteli landsins, mæta til að hjálpa yfirmönnum þar við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. 

Mikil er skömm þessara hálaunamanna!“

Með færslunni birtir hún myndband sem á að sýna ofangreinda háttsemi. Í myndbandinu segir:

„Hér eru sem sagt lögmenn Samtaka atvinnulífsins mættir og það virðist vera boðskapurinn frá lögmönnum Samtaka atvinnulífsins að hvetja til verkfallsbrota og það er ótrúlegt að verða vitni að því og ég ber það saman við verkfallsvörsluna sem við sinntum 2019, þá lentum við ekki í þessu en nú tvo daga í röð hafa lögmenn frá Samtökum atvinnulífsins mætt til þess eins að liðsinna yfirmönnum og stjórnendum hótelanna að brjóta verkfallið. Það er magnað að verða vitni að þessu kæru félagar.

Þetta er þá staðan á íslenskum vinnumarkaði í dag hér fara lögfræðingar Samtaka atvinnulífsins til þess að tryggja það að Efling geti ekki sinnt effektífri verkfallsvörslu til þess að tryggja það að hér sé hægt að eyðileggja verkfall Eflingarmeðlima og það er staðan á íslenskum vinnumarkaði í dag.

Þessir menn ég veit ekki hvort það sé hægt að spyrja þá hvort þeir séu stoltir af sjálfum sér að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu láglaunafólks meðan að þeir sjálfir lifa í vellystingum á þeirra kostnað. En já kannski eru þeir bara stoltir af sér kannski finnst þeim þetta vera nýjasta aðferðin í samskiptum aðila á vinnumarkaði. Mikil er skömm þessara manna.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður