Aldrei fyrr hefur danskt fyrirtæki hagnast svona mikið á einu ári.
Ekstra Bladet hefur eftir Mikkel Emil Jensen, sérfræðingi hjá Sydbank, að ástæðan fyrir þessum mikla hagnaði sé það sérstaka ástand sem var uppi í flutningageiranum á síðasta ári.
Neytendur hafi haft óvenjulega mikið fé til ráðstöfunar eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar og af þeim sökum hafi verið óvenjulega mikil eftirspurn eftir flutningi á vörum um allan heim. Á sama tíma hafi verið óvenjulega langur biðtími í sumum höfnum og það hafi hækkað flutningsverðið enn frekar.